Lífið

Stelpan sem heimurinn er að missa sig yfir: Krabbameinið stöðvaði ekki ballettdrauminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið gengur eins og eldur í sinu um netheima.
Myndbandið gengur eins og eldur í sinu um netheima.
Hin fimmtán ára Gabi Sull er ótrúleg ung kona. Ellefu ára var hún greind með beinkrabbamein og í kjölfarið þurfti að fjarlægja hluta úr öðrum fæti hennar. Hún fékk í staðinn gervifót og hefur ákveðið að gefast ekki upp á draumnum að verða ballettdansari.

Aðgerðin sem Sull gekkst undir var afar sjaldgæf en krabbameinið var staðbundið í hné hennar. Hné hennar var fjarlægt og var hægri fæti hennar komið öfugt fyrir í stað hnésins. Þetta gerði það að verkum að hún fékk meiri stjórn á gervifótlegg sínum og því var mögulegt fyrir hana að halda áfram í ballett.

Fréttavefur BBC deildi í gær myndbandi af Gabi Sull og hafa viðbrögðin verið ótrúleg. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 50 milljónir manna horft á myndbandið sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×