Lífið

Skaut sjálfan sig ofan í vatni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt fyrir vísindin.
Allt fyrir vísindin. Mynd/Skjáskot
Eðlisfræðingurinn Andreas Wahl elskar vísindi og er tilbúinn til þess að leggja ýmislegt á sig til þess að breiða út fagnaðarerindi þeirra.

Líklega væru ekki allir til í að skjóta úr riffli sem miðað er beint á mann úr aðeins þriggja metra fjarlægð en það stoppaði ekki Andreas Wahl. Hann var þó að vísu ofan í sundlaug ásamt rifflinum.

Myndbandið var tekið upp fyrir norska vísindaþáttinn Viten sem sýndur er á NRK. Var það gert til þess að sýna fram á að vatn er mun þéttara en loft.

Wahl skaut svo úr byssunni en þökk sé eðlisfræðinni er hann enn á lífi eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×