Lífið

Michael Jackson átti mikið safn af hrottalegu klámi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Michael Jackson
Michael Jackson vísir/getty
Lögregluskýrslur leiða í ljós að söngvarinn Michael Jackson, sem lést árið 2009, átti mikið safn af hrottalegu klámi og ofbeldisfullu myndefni sem fannst á Neverland-búgarðinum hans í nóvember 2003. Á meðal þess efnis sem fannst var dýraníð, sadista- og masókista-myndir og myndefni af blóðsúthellingum.

Myndefnið fannst þegar lögreglan í Santa Barbara-sýslu rannsakaði Jackson vegna gruns um að hann hefði misnotað börn. Á meðal þess sem fannst á búgarðinum voru myndir og myndskeið bæði af börnum og fullorðnum í afbrigðilegum stellingum auk lyfja við kynlífsfíkn.

Fullyrt er að myndirnar hafi verið notaðar til að örva unga stráka sem Jackson skemmti á Neverland-búgarðinum. Þá er því einnig haldið fram að í húsinu hafi fundist myndir af dýrafórnum og myndir af pyntingum gegn börnum.

Jackson var ákærður árið 2003 fyrir barnaníð en sýknaður árið 2005. Hann borgaði um 200 milljónir dollara til að minnsta kosti 20 einstaklinga svo að þeir kæmu ekki fram með ásakanir á hendur honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×