Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2016 13:00 Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera ævintýralega góð frá opnun og nú þegar smálaxagöngurnar eru mættar heldur veislan bara áfram. Það er alveg óhætt að segja að það sé mokveiði í Ytri Rangá en að meðaltali eru að koma um 90 laxar á land á hverjum degi. Það er komin fiskur upp um alla á og það var orðið þannig fljótlega eftir opnun þó svo að magninu væri nokkuð misskipt milli hylja en staðan er þannig núna að það veiðist vel um alla á. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir veiðileyfum í Ytri Rangá það sem af er sumri og áin sem slík uppseld en það detta þó inn lausar stangir af og til og það er óhætt að segja að það sé slegist um þær. Það sem hefur verið að gera veiðina svo skemmtilega síðustu daga er að aðferðir sem að mestu hafa talist óhefðbundnar í Ytri eru að skila fínum árangri. Það hefur lengi verið sagt að það þyrfti alltaf að veiða á langa sökktauma og þungar túpur í ánni og það væri ekki verið að veiða nógu djúpt ef botnin væri ekki snertur með flugunni af og til. Núna er mikið verið að nota flotlínur, minni flugur og jafnvel "hitch" og eru þessar veiðiaðferðir sem lítið hafa sést við ánna að skila mönnum flottri veiði. Það má þess vegna alveg hvetja þá sem eiga daga þarna framundan að prófa þetta. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera ævintýralega góð frá opnun og nú þegar smálaxagöngurnar eru mættar heldur veislan bara áfram. Það er alveg óhætt að segja að það sé mokveiði í Ytri Rangá en að meðaltali eru að koma um 90 laxar á land á hverjum degi. Það er komin fiskur upp um alla á og það var orðið þannig fljótlega eftir opnun þó svo að magninu væri nokkuð misskipt milli hylja en staðan er þannig núna að það veiðist vel um alla á. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir veiðileyfum í Ytri Rangá það sem af er sumri og áin sem slík uppseld en það detta þó inn lausar stangir af og til og það er óhætt að segja að það sé slegist um þær. Það sem hefur verið að gera veiðina svo skemmtilega síðustu daga er að aðferðir sem að mestu hafa talist óhefðbundnar í Ytri eru að skila fínum árangri. Það hefur lengi verið sagt að það þyrfti alltaf að veiða á langa sökktauma og þungar túpur í ánni og það væri ekki verið að veiða nógu djúpt ef botnin væri ekki snertur með flugunni af og til. Núna er mikið verið að nota flotlínur, minni flugur og jafnvel "hitch" og eru þessar veiðiaðferðir sem lítið hafa sést við ánna að skila mönnum flottri veiði. Það má þess vegna alveg hvetja þá sem eiga daga þarna framundan að prófa þetta.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði