Toyota rafmagnsbíll með 300 km drægni árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 11:16 Toyota mun brátt taka fullan þátt í rafmagnsbílavæðingunni. Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent