The Stig fer Inferno skíðabrekkuna á Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 09:22 Inferno skíðabrekkan í Sviss er ein lengsta og erfiðasta skíðabrekka heims, 14,9 kílómetra löng, með bratta allt að 75 prósent og heildarfallhæð yfir 2.000 metra. Það hljómar ekki sem heppileg leið til að hendast niður á bíl. Það var þó gert fyrir skömmu og átti þar í hlut ökumaðurinn Ben Collins sem var á tíma hinn eini og sanni The Stig í bílaþáttunum Top Gear. Ben Collins ók niður Inferno brekkuna á Land Rover Sport bíl með 510 hestafla V8 vél. Engin ástæða er reyndar til að búa af miklu afli á leiðinni niður Inferno brekkuna, heldur miklu fremur að gæta þess að bremsa helst aldrei. Þá er voðinn vís og mikil hætta á að velta bílnum. Þrátt fyrir að það hafi tekið Ben Collins 21 mínútu og 36 sekúndur að fara alla brekkuna, þá var það ekki svo að hann hafi farið hægt, heldur á allt að 155 km hraða. Sjá má akstur hans hér að ofan í athygliverðu myndskeiði. Í Inferno skíðabrekkunni í Sviss er árlega haldin lengsta brunkeppni heims og taka allt að 1.800 skíðamenn þar þátt. Hefur þessi fornfræga keppni verið haldin síðan árið 1928. Í Inferno brekkunni var skíðaeltingaleikurinn í James Bond myndinni “On Her Majesty´s Sectret Service” tekin upp. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Inferno skíðabrekkan í Sviss er ein lengsta og erfiðasta skíðabrekka heims, 14,9 kílómetra löng, með bratta allt að 75 prósent og heildarfallhæð yfir 2.000 metra. Það hljómar ekki sem heppileg leið til að hendast niður á bíl. Það var þó gert fyrir skömmu og átti þar í hlut ökumaðurinn Ben Collins sem var á tíma hinn eini og sanni The Stig í bílaþáttunum Top Gear. Ben Collins ók niður Inferno brekkuna á Land Rover Sport bíl með 510 hestafla V8 vél. Engin ástæða er reyndar til að búa af miklu afli á leiðinni niður Inferno brekkuna, heldur miklu fremur að gæta þess að bremsa helst aldrei. Þá er voðinn vís og mikil hætta á að velta bílnum. Þrátt fyrir að það hafi tekið Ben Collins 21 mínútu og 36 sekúndur að fara alla brekkuna, þá var það ekki svo að hann hafi farið hægt, heldur á allt að 155 km hraða. Sjá má akstur hans hér að ofan í athygliverðu myndskeiði. Í Inferno skíðabrekkunni í Sviss er árlega haldin lengsta brunkeppni heims og taka allt að 1.800 skíðamenn þar þátt. Hefur þessi fornfræga keppni verið haldin síðan árið 1928. Í Inferno brekkunni var skíðaeltingaleikurinn í James Bond myndinni “On Her Majesty´s Sectret Service” tekin upp.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent