Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2016 15:34 Fjöldi Íslendinga nýtir helgarnar í nóvember til að skjóta rjúpu. Vísir/Vilhelm Stjórn Skotvís hefur þungar áhyggjur af því sinnuleysi sem umhverfisráðherra hefur sýnt gagnvart þeirri hættu sem ákvörðun veiðitímabils á rjúpu, það er að leyfa veiðar í tólf daga og binda þá við helgar, skapar veiðimönnum. Á þetta hefur félagið ítrekað bent á, og Umhverfisstofnun hefur gert hið sama. Ekki mátti tæpara standa um síðastliðna helgi þegar tveir veiðimenn voru mjög hætt komnir eftir að hafa villst í þoku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Skotvís. „Því vill stjórn Skotvís ítreka þá skoðun sína að þrenging veiðitíma niður á fjórar helgar gerir það að verkum að veiðimenn leggja á fjöll í tvísýnu veðri. Um langan tíma hefur Skotvís varað við hættunni sem þessu er samfara, og þessi atburður sýnir svart á hvítu að hættan er raunveruleg og mikil. Til allrar hamingju fundust mennirnir heilir á húfi en það er skýlaus krafa veiðimanna að stjórnvöld rýmki veiðitímann til að minnka líkurnar á að atburður sem þessi endurtaki sig,“ segir í yfirlýsingunni.Fleiri dagar þýðir ekki endilega meira veiðiálag Gögn Umhverfisstofnunar frá veiðimönnum sýni að veiðimenn fari að meðaltali tæplega 4 daga á fjöll til rjúpnaveiða að jafnaði, sama hvort veiðitímabilið hefur verið 9 dagar eða 47. Fleiri leyfðir veiðidagar þýði því ekki meiri veiði heldur dreifðara álag og minni áhættu. „Ekkert í hegðan veiðimanna bendir til þess að veiðidögum muni fjölga, þó veiðimenn geti valið þá daga sjálfir, og haldið til fjalla þegar veðurspá er hagstæð. Vonandi kemur sá dagur að sitjandi umhverfisráðherra setji í forgang öryggi þeirra 6.000 íslendinga sem ganga til rjúpna, það er leikur einn án þess að ganga nærri rjúpnastofninum.“Veiðifyrirkomulagið gallað Ólafur Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun tók undir sjónarmið Skotvís hvað veiðifyrirkomulagið varðar í viðtali við Vísi á dögunum. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra fór eftir ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar þegar ákveðið var að fjölga ekki veiðidögum. „Vitað er að fyrstu dagarnir gefa best. Það var þannig áður og er enn. Óhjákvæmilega fara alltaf flestir fyrstu dagana sem eru leyfðir. Menn hafa verið að gagnrýna fyrirkomulagið vegna þess að veður geta þá reynst válynd. Og Skotvís hefur fært ágæt rök fyrir því að ágætt væri að hafa úr fleiri dögum að velja til að fara. Skotveiðimaðurinn fer í þrjá daga að meðaltali,“ segir Ólafur. „Ég held að þessi rammi spani menn upp og að þeir fari þá út í vályndum veðrum. Það hefur verið afstaða Náttúrufræðistofnunar að stíga varlega til jarðar í veiðunum og hafa dagana frekar fáa en höfum vissulega viðurkennt að dagafjöldinn sem slíkur virðist ekki skipta höfuðmáli hversu margir sóknardagarnir verða.“ Tengdar fréttir Tærnar upp í loft eftir sextán rjúpur fyrsta daginn Rjúpnaveiðitímabilið hófst formlega í gær. Halldór Svavar Sigurðsson fór á veiðar á norðausturhorninu og kláraði sinn kvóta strax fyrsta daginn. 29. október 2016 15:55 Rjúpan er fyrir austan Ólafur K Nielsen fuglafræðingur segir að þegar auð jörð sé hópist rjúpan saman sem getur gefið villandi mynd. Rjúpustofninn er í lágmarki. 26. október 2016 11:02 Góð rjúpnaveiði um helgina Það hafa verið frekar góðar fréttir frá rjúpnaskyttum eftir helgina og mjög margir þegar komnir með jólamatinn og hættir að skjóta. 7. nóvember 2016 10:52 Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Stjórn Skotvís hefur þungar áhyggjur af því sinnuleysi sem umhverfisráðherra hefur sýnt gagnvart þeirri hættu sem ákvörðun veiðitímabils á rjúpu, það er að leyfa veiðar í tólf daga og binda þá við helgar, skapar veiðimönnum. Á þetta hefur félagið ítrekað bent á, og Umhverfisstofnun hefur gert hið sama. Ekki mátti tæpara standa um síðastliðna helgi þegar tveir veiðimenn voru mjög hætt komnir eftir að hafa villst í þoku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Skotvís. „Því vill stjórn Skotvís ítreka þá skoðun sína að þrenging veiðitíma niður á fjórar helgar gerir það að verkum að veiðimenn leggja á fjöll í tvísýnu veðri. Um langan tíma hefur Skotvís varað við hættunni sem þessu er samfara, og þessi atburður sýnir svart á hvítu að hættan er raunveruleg og mikil. Til allrar hamingju fundust mennirnir heilir á húfi en það er skýlaus krafa veiðimanna að stjórnvöld rýmki veiðitímann til að minnka líkurnar á að atburður sem þessi endurtaki sig,“ segir í yfirlýsingunni.Fleiri dagar þýðir ekki endilega meira veiðiálag Gögn Umhverfisstofnunar frá veiðimönnum sýni að veiðimenn fari að meðaltali tæplega 4 daga á fjöll til rjúpnaveiða að jafnaði, sama hvort veiðitímabilið hefur verið 9 dagar eða 47. Fleiri leyfðir veiðidagar þýði því ekki meiri veiði heldur dreifðara álag og minni áhættu. „Ekkert í hegðan veiðimanna bendir til þess að veiðidögum muni fjölga, þó veiðimenn geti valið þá daga sjálfir, og haldið til fjalla þegar veðurspá er hagstæð. Vonandi kemur sá dagur að sitjandi umhverfisráðherra setji í forgang öryggi þeirra 6.000 íslendinga sem ganga til rjúpna, það er leikur einn án þess að ganga nærri rjúpnastofninum.“Veiðifyrirkomulagið gallað Ólafur Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun tók undir sjónarmið Skotvís hvað veiðifyrirkomulagið varðar í viðtali við Vísi á dögunum. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra fór eftir ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar þegar ákveðið var að fjölga ekki veiðidögum. „Vitað er að fyrstu dagarnir gefa best. Það var þannig áður og er enn. Óhjákvæmilega fara alltaf flestir fyrstu dagana sem eru leyfðir. Menn hafa verið að gagnrýna fyrirkomulagið vegna þess að veður geta þá reynst válynd. Og Skotvís hefur fært ágæt rök fyrir því að ágætt væri að hafa úr fleiri dögum að velja til að fara. Skotveiðimaðurinn fer í þrjá daga að meðaltali,“ segir Ólafur. „Ég held að þessi rammi spani menn upp og að þeir fari þá út í vályndum veðrum. Það hefur verið afstaða Náttúrufræðistofnunar að stíga varlega til jarðar í veiðunum og hafa dagana frekar fáa en höfum vissulega viðurkennt að dagafjöldinn sem slíkur virðist ekki skipta höfuðmáli hversu margir sóknardagarnir verða.“
Tengdar fréttir Tærnar upp í loft eftir sextán rjúpur fyrsta daginn Rjúpnaveiðitímabilið hófst formlega í gær. Halldór Svavar Sigurðsson fór á veiðar á norðausturhorninu og kláraði sinn kvóta strax fyrsta daginn. 29. október 2016 15:55 Rjúpan er fyrir austan Ólafur K Nielsen fuglafræðingur segir að þegar auð jörð sé hópist rjúpan saman sem getur gefið villandi mynd. Rjúpustofninn er í lágmarki. 26. október 2016 11:02 Góð rjúpnaveiði um helgina Það hafa verið frekar góðar fréttir frá rjúpnaskyttum eftir helgina og mjög margir þegar komnir með jólamatinn og hættir að skjóta. 7. nóvember 2016 10:52 Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Tærnar upp í loft eftir sextán rjúpur fyrsta daginn Rjúpnaveiðitímabilið hófst formlega í gær. Halldór Svavar Sigurðsson fór á veiðar á norðausturhorninu og kláraði sinn kvóta strax fyrsta daginn. 29. október 2016 15:55
Rjúpan er fyrir austan Ólafur K Nielsen fuglafræðingur segir að þegar auð jörð sé hópist rjúpan saman sem getur gefið villandi mynd. Rjúpustofninn er í lágmarki. 26. október 2016 11:02
Góð rjúpnaveiði um helgina Það hafa verið frekar góðar fréttir frá rjúpnaskyttum eftir helgina og mjög margir þegar komnir með jólamatinn og hættir að skjóta. 7. nóvember 2016 10:52