Framleiðslu Dodge Viper hætt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 11:25 Dodge Viper. Orkutröllið Dodge Viper hefur verið í framleiðslu í 25 ár en nú sér fyrir endalok þess þar sem Dodge ráðgerir að hætta framleiðslu bílsins á næsta ári. Ástæða þessarar ákvörðunar er að bíllinn hefur einfaldlega ekki selst nógu vel. Í verksmiðjunni þar sem Viper hefur verið framleiddur, Conner Avenue Plant í Detroit, er ekki ráðgerð nein tiltekin smíði annars bíls. Þar vinna 80 manns við handsmíði Dodge Viper. Dodge Viper er afar öflugur bíll með V10 vél með 8,4 lítra sprengirými og er 640 hestöfl. Með henni er hann 3,5 sekúndur í 100 km hraða og hefur hámarkshraðann 332 km/klst. Dodge Viper kom fyrst á markað árið 1992 og kynslóðaskipti hans voru árin 1996, 2033, 2008 og 2013 og er núverandi bíll af þeirri gerð. Síðastu ár hafa undir 1.000 Dodge Viper bílar verið seldir og dugar sú sala ekki til að réttlæta framleiðslu bílsins þó hann sé dáður af mörgum bílaáhugamönnum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent
Orkutröllið Dodge Viper hefur verið í framleiðslu í 25 ár en nú sér fyrir endalok þess þar sem Dodge ráðgerir að hætta framleiðslu bílsins á næsta ári. Ástæða þessarar ákvörðunar er að bíllinn hefur einfaldlega ekki selst nógu vel. Í verksmiðjunni þar sem Viper hefur verið framleiddur, Conner Avenue Plant í Detroit, er ekki ráðgerð nein tiltekin smíði annars bíls. Þar vinna 80 manns við handsmíði Dodge Viper. Dodge Viper er afar öflugur bíll með V10 vél með 8,4 lítra sprengirými og er 640 hestöfl. Með henni er hann 3,5 sekúndur í 100 km hraða og hefur hámarkshraðann 332 km/klst. Dodge Viper kom fyrst á markað árið 1992 og kynslóðaskipti hans voru árin 1996, 2033, 2008 og 2013 og er núverandi bíll af þeirri gerð. Síðastu ár hafa undir 1.000 Dodge Viper bílar verið seldir og dugar sú sala ekki til að réttlæta framleiðslu bílsins þó hann sé dáður af mörgum bílaáhugamönnum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent