Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2016 11:00 París er vinsælasti áfangastðaur Airbnb-notenda. Fréttablaðið/AFP Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum. Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum.
Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira