Er Indlandi enn að mistakast? Lars Christensen skrifar 22. júní 2016 16:15 Þegar Narendra Modi varð forsætisráðherra Indlands í maí 2014 voru miklar vonir bundnar við að hann myndi hefja aftur umbótaferlið sem byrjaði á 10. áratugnum, og ef við lítum á frammistöðu indverskra fjármálamarkaða var vissulega nokkur árangur í byrjun, og ef við lítum á raunvöxt vergrar landsframleiðslu þá hefur hann verið nokkuð kröftugur og stöðugur síðan Modi varð forsætisráðherra. En ástæðuna fyrir þessum árangri ætti sennilega ekki að eigna Modi fyrst og fremst heldur seðlabankastjóranum Raghuram Rajan sem varð bankastjóri Seðlabanka Indlands í september 2013 – skömmu áður en Modi varð forsætisráðherra. Sýnilegasti árangur Rajans hefur verið sá að hann hefur náð verðbólgu úr 10-11% árið 2013 niður í um það bil 5% núna. Rajan hefur augljóslega haft heppnina með sér en hann hefur einbeitt sér að peningamálastefnu sem byggist á reglum í formi verðbólgumarkmiða og meira gegnsæis í framkvæmd peningamálastefnunnar og þetta hefur leitt til meiri stöðugleika. Sú staðreynd að Rajan hefur komið á peningalegum stöðugleika hefur því verið mikilvægur þáttur í öflugum og stöðugum hagvexti í indverska hagkerfinu. En því miður tilkynnti Raghuram Rajan nú um helgina að hann muni láta af embætti þegar þriggja ára ráðningartíma hans lýkur í september. Þessi óvænta ákvörðun kemur í kjölfar þrýstings sem Rajan hefur orðið fyrir frá afturhaldssömum öflum í valdaflokki Modis forsætisráherra, Bharatiya Janata-flokknum, sem hafa krafist þess að Seðlabanki Indlands lækki stýrivexti. Þetta sýnir hve erfitt það getur verið að fylgja peningamálastefnu á tilhlýðilegan hátt þegar sótt er að sjálfstæði seðlabankans til að víkja frá markmiðum peningamálastefnunnar. Það virðist því raunveruleg hætta á að við sjáum enn einu sinni pólitísk afskipti af peningamálastefnunni á Indlandi, sem gæti valdið aukinni verðbólgu á ný og meiri efnahagslegum óstöðugleika. Þetta eru sannarlega ekki góðar fréttir fyrir indverska hagkerfið – sérstaklega ekki við aðstæður þar sem lítið hefur áunnist í efnahagslegum umbótum. Þannig hafði, til dæmis samkvæmt mælingum Heritage Foundation á efnahagslegu frelsi, orðið umbótaferli á Indlandi á 10.?áratugnum, sem greinilega ýtti undir hagvöxt, en á síðustu tíu til fimmtán árum hafa litlar framfarir átt sér stað og þótt ríkisstjórn Modis hafi gert nokkrar umbætur er erfitt að segja að þær hafi verið tilkomumiklar. Reyndar er líklegt að flestir þeir sem fylgjast með indverskum stjórnmálum og efnahagsmálum myndu segja núna að umbótastefna Modis hafi í raun aldrei komist í framkvæmd og að þessa stundina sjáum við í raun að býsna sterk öfl gegn umbótum séu að ná meiri völdum innan Bharatiya Janata-flokksins eins og sést á uppsögn Rajans seðlabankastjóra nú um helgina. Auk þess hefur Congress-flokkurinn stöðugt reynt að grafa undan umbótastarfinu. Indland hefur vissulega burði til að standa sig mjög vel, sérstaklega miðað við hinar mjög svo jákvæðu lýðfræðilegu horfur. Í Kína og Evrópu eru frekar slæmar horfur varðandi vöxt vinnuafls en mikil fólksfjölgun á Indlandi þýðir að líklegt er að við munum sjá sterkan vöxt vinnuafls á Indlandi á næstu áratugum. Hins vegar, ef aftur verður tekin upp pólitísk peningamálastefna og meiriháttar efnahagslegum umbótum verður ekki komið á, er ekki ólíklegt að við stöndum enn á ný frammi fyrir aðstæðum þar sem Indlandi tekst ekki að fullnýta möguleika sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Þegar Narendra Modi varð forsætisráðherra Indlands í maí 2014 voru miklar vonir bundnar við að hann myndi hefja aftur umbótaferlið sem byrjaði á 10. áratugnum, og ef við lítum á frammistöðu indverskra fjármálamarkaða var vissulega nokkur árangur í byrjun, og ef við lítum á raunvöxt vergrar landsframleiðslu þá hefur hann verið nokkuð kröftugur og stöðugur síðan Modi varð forsætisráðherra. En ástæðuna fyrir þessum árangri ætti sennilega ekki að eigna Modi fyrst og fremst heldur seðlabankastjóranum Raghuram Rajan sem varð bankastjóri Seðlabanka Indlands í september 2013 – skömmu áður en Modi varð forsætisráðherra. Sýnilegasti árangur Rajans hefur verið sá að hann hefur náð verðbólgu úr 10-11% árið 2013 niður í um það bil 5% núna. Rajan hefur augljóslega haft heppnina með sér en hann hefur einbeitt sér að peningamálastefnu sem byggist á reglum í formi verðbólgumarkmiða og meira gegnsæis í framkvæmd peningamálastefnunnar og þetta hefur leitt til meiri stöðugleika. Sú staðreynd að Rajan hefur komið á peningalegum stöðugleika hefur því verið mikilvægur þáttur í öflugum og stöðugum hagvexti í indverska hagkerfinu. En því miður tilkynnti Raghuram Rajan nú um helgina að hann muni láta af embætti þegar þriggja ára ráðningartíma hans lýkur í september. Þessi óvænta ákvörðun kemur í kjölfar þrýstings sem Rajan hefur orðið fyrir frá afturhaldssömum öflum í valdaflokki Modis forsætisráherra, Bharatiya Janata-flokknum, sem hafa krafist þess að Seðlabanki Indlands lækki stýrivexti. Þetta sýnir hve erfitt það getur verið að fylgja peningamálastefnu á tilhlýðilegan hátt þegar sótt er að sjálfstæði seðlabankans til að víkja frá markmiðum peningamálastefnunnar. Það virðist því raunveruleg hætta á að við sjáum enn einu sinni pólitísk afskipti af peningamálastefnunni á Indlandi, sem gæti valdið aukinni verðbólgu á ný og meiri efnahagslegum óstöðugleika. Þetta eru sannarlega ekki góðar fréttir fyrir indverska hagkerfið – sérstaklega ekki við aðstæður þar sem lítið hefur áunnist í efnahagslegum umbótum. Þannig hafði, til dæmis samkvæmt mælingum Heritage Foundation á efnahagslegu frelsi, orðið umbótaferli á Indlandi á 10.?áratugnum, sem greinilega ýtti undir hagvöxt, en á síðustu tíu til fimmtán árum hafa litlar framfarir átt sér stað og þótt ríkisstjórn Modis hafi gert nokkrar umbætur er erfitt að segja að þær hafi verið tilkomumiklar. Reyndar er líklegt að flestir þeir sem fylgjast með indverskum stjórnmálum og efnahagsmálum myndu segja núna að umbótastefna Modis hafi í raun aldrei komist í framkvæmd og að þessa stundina sjáum við í raun að býsna sterk öfl gegn umbótum séu að ná meiri völdum innan Bharatiya Janata-flokksins eins og sést á uppsögn Rajans seðlabankastjóra nú um helgina. Auk þess hefur Congress-flokkurinn stöðugt reynt að grafa undan umbótastarfinu. Indland hefur vissulega burði til að standa sig mjög vel, sérstaklega miðað við hinar mjög svo jákvæðu lýðfræðilegu horfur. Í Kína og Evrópu eru frekar slæmar horfur varðandi vöxt vinnuafls en mikil fólksfjölgun á Indlandi þýðir að líklegt er að við munum sjá sterkan vöxt vinnuafls á Indlandi á næstu áratugum. Hins vegar, ef aftur verður tekin upp pólitísk peningamálastefna og meiriháttar efnahagslegum umbótum verður ekki komið á, er ekki ólíklegt að við stöndum enn á ný frammi fyrir aðstæðum þar sem Indlandi tekst ekki að fullnýta möguleika sína.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun