Lífið

Einstaklega óheppinn maður braut óvart fjögur sjónvörp í einni verslunarferð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Óhætt er að segja að heppnin hafi alls ekki verið með einum tilteknum viðskiptavini Woolacotts í Cornwall á dögunum.
Óhætt er að segja að heppnin hafi alls ekki verið með einum tilteknum viðskiptavini Woolacotts í Cornwall á dögunum. VÍSIR/SKJÁSKOT
Óhætt er að segja að heppnin hafi alls ekki verið með einum tilteknum viðskiptavini Woolacotts í Cornwall á dögunum. Maðurinn náði að brjóta fjögur rándýr sjónvarpstæki sem kostuðu samtals fimm þúsund pund eða 700 þúsund krónur.

Eitthvað hefur hann ætlað að skoða eitt álitlegt tæki betur og sést beygja sig niður til að grandskoða gripinn. Svo óheppilega vildi til að hann missteig sig með þeim afleiðingum að tvö sjónvörp féllu um koll.

En gamanið var nú ekki búið þá, heldur missteig hann sig aftur og hrasaði aftur fyrir sig svo að tvö sjónvörp í viðbót féllu í gólfið.

Augljóst er á meðfylgjandi myndbandi að hann hefur verið alveg miður sín yfir þessu greyið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×