Lífið

Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Nick Cave tekst á við sorgina í gegnum tónlistarsköpun.
Nick Cave tekst á við sorgina í gegnum tónlistarsköpun. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Nick Cave ætlar að gefa út sextándu hljóðversplötu sína með hljómsveitinni The Bad Seeds í september. Platan heitir The Skeleton Key og er sú fyrsta sem hann gefur út eftir að sonur hans lést eftir að hann hrapaði niður kletta í LSD vímu af klettum í Brighton í fyrra. Með plötunni tekst tónlistarmaðurinn á við sonarmissirinn með þeim eina hættu sem hann kann.

Tónlistarmyndin One more time with feeling verður gefin út samhliða plötunni. Upphaflega átti einungis að gefa út myndina sem átti að sýna Cave flytja nokkur laga sinna í rólegu umhverfi. En í ljósi sorgar Cave og fjölskyldu hans varð kvikmyndagerðarmanninum Andrew Dominik fljótt ljóst í hvað stefndi og náði hann að fanga það á filmu þegar tónlistarmaðurinn tókst á við sonarmissinn í gegnum listsköpun sína.

Cave samdi víst gífurlega mikið af tónlist í fyrra og er tónlistin í myndinni nær eingöngu ný og af plötunni væntanlegu. Á milli laga tjáir Cave sig um tilurð laganna og önnur hjartans mál.

Myndin verður sýnd einu sinni í bíó hér á landi degi fyrir útgáfudag plötunnar, eða þann 8. september í Bíó Paradís.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.