Grindavík sló út stjörnumprýtt lið Hauka Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2016 17:56 Petrúnella og liðsfélagar hennar í Grindavík eru komnar í undanúrslit eftir óvæntan sigur á Haukum. vísir/þórdís Grindavík, Snæfell og Stjarnan tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins, en í gær tryggði Keflavík sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Skallagrím. Þessi lið munu því leika í undanúrslitum keppninnar sem fara fram síðar í þessum mánuði. Grindavík byrjaði betur og var 18-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en Haukar komu sterkar inn í annan leikhluta og þær rauðklæddu voru 39-33 yfir í hálfleik. Grindavík vann þriðja leikhlutann 18-13 og spennan því rosaleg fyrir síðasta leikhlutann. Whitney Mitchelle Frazier kom Grindavík í 65-63 með tveimur vítaskotum og Haukarnir héldu í síðustu sóknina. Pálína Gunnlaugsdóttir tók þriggja stiga skot sem geigaði nokkrum sekúndum fyrir leikslok, en Haukarnir hirtu frákastið og nýjasti leikmaður Hauka, Chelsie Alexa Schweers, tók síðasta skotið sem geigaði. Lokatölur mjög óvæntur tveggja stiga sigur Grindavíkur, 65-63, sem er komið í undanúrslit. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig fyrir Hauka, tók fjórtán fráköst og gaf eina stoðsendingu. Scweers skoraði fjórtán stig í sínum fyrsta leik síðan hún kom frá Stjörnunni. Hjá Grindavík var Mitchelle Frazier stigahæst með 27 stig og tók sex fráköst. Hún gaf einnig tvær stoðsendingar og stal fimm boltum. Næst komu þær Petrúnella Skúladóttir og Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með tólf stig. Stjarnan vann auðveldan sigur á Hamri, 67-41, en staðan í hálfleik var 29-28. Í síðari hálfleik spýttu heimastúlkur í Ásgarði í lófana og unnu þriðja leikhlutann 20-7 og þann síðasta 18-6. Margrét Kara Sturludóttir var frábær, en hún skoraði fimmtán stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst með níu stig hjá Hamri. Snæfell vann svo tuttugu stiga sigur á Val í Valshöllinni, 78-58. Staðan í hálfleik var 30-40, Snæfell í vil og eftirleikurinn var auðveldur fyrir ríkjandi Íslandsmeistara. Karisma Chapman skoraði nítján stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Val, en hjá Snæfell var það Haiden Denise Palmer sem var atkvæðamest með 20 stig. Að auki tók hún níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Grindavík, Snæfell og Stjarnan tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins, en í gær tryggði Keflavík sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Skallagrím. Þessi lið munu því leika í undanúrslitum keppninnar sem fara fram síðar í þessum mánuði. Grindavík byrjaði betur og var 18-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en Haukar komu sterkar inn í annan leikhluta og þær rauðklæddu voru 39-33 yfir í hálfleik. Grindavík vann þriðja leikhlutann 18-13 og spennan því rosaleg fyrir síðasta leikhlutann. Whitney Mitchelle Frazier kom Grindavík í 65-63 með tveimur vítaskotum og Haukarnir héldu í síðustu sóknina. Pálína Gunnlaugsdóttir tók þriggja stiga skot sem geigaði nokkrum sekúndum fyrir leikslok, en Haukarnir hirtu frákastið og nýjasti leikmaður Hauka, Chelsie Alexa Schweers, tók síðasta skotið sem geigaði. Lokatölur mjög óvæntur tveggja stiga sigur Grindavíkur, 65-63, sem er komið í undanúrslit. Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig fyrir Hauka, tók fjórtán fráköst og gaf eina stoðsendingu. Scweers skoraði fjórtán stig í sínum fyrsta leik síðan hún kom frá Stjörnunni. Hjá Grindavík var Mitchelle Frazier stigahæst með 27 stig og tók sex fráköst. Hún gaf einnig tvær stoðsendingar og stal fimm boltum. Næst komu þær Petrúnella Skúladóttir og Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með tólf stig. Stjarnan vann auðveldan sigur á Hamri, 67-41, en staðan í hálfleik var 29-28. Í síðari hálfleik spýttu heimastúlkur í Ásgarði í lófana og unnu þriðja leikhlutann 20-7 og þann síðasta 18-6. Margrét Kara Sturludóttir var frábær, en hún skoraði fimmtán stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst með níu stig hjá Hamri. Snæfell vann svo tuttugu stiga sigur á Val í Valshöllinni, 78-58. Staðan í hálfleik var 30-40, Snæfell í vil og eftirleikurinn var auðveldur fyrir ríkjandi Íslandsmeistara. Karisma Chapman skoraði nítján stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Val, en hjá Snæfell var það Haiden Denise Palmer sem var atkvæðamest með 20 stig. Að auki tók hún níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins