Davíð fékk brandarann lánaðan hjá bandarískri þingkonu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2016 10:18 Brandari Margaret Chase Smith fór í sögubækurnar og var áhugaverð opnun Davíðs í kappræðunum í gær. Vísir/Stefán/Getty „Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Af hverju ertu að bjóða þig fram og hvaða erindi hefurðu á Bessastaði?“ var fyrsta spurningin sem forsetaefnin fjögur, sem boðið var í kappræður á Stöð 2 í gærkvöldi, fengu frá þáttastjórnendum. Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir svöruðu spurningunni á hefðbundinn hátt og raunar Davíð Oddsson líka að því frátöldu að hann opnaði á brandara. Brandarinn hefur mælst mis vel fyrir eins og gengur og gerist en Davíð svaraði: „Ég hef fengið þessa spurningu nokkuð oft fram að þessu, reyndar fengið hana í öðru formi. Hef verið spurður að því hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi vakna upp í rúmi á Bessastöðum um morguninn. Ég hef svarað því til að ég færi í garmana, myndi biðja forsetafrúna afsökunar og drifi mig svo heim og vona að Ástríður frétti það ekki,“ sagði Davíð í léttum tóni áður en svar hans fór í hefðbundnari farveg. „Allir bjóða sig fram því þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma góðu til leiðar,“ sagði Davíð.Brandari úr smiðju Margrétar Komið hefur á daginn að brandari Davíðs er ekki ósvipaður þeim sem forsetaframbjóðandi nokkur, sagði fyrir heilum 64 árum síðan. Um er að ræða Margaret Chase Smith sem var þingkona úr röðum Repúblikana um miðja síðustu öld. Hún var fyrsta konan til að sitja í báðum deildum þingsins. Árið 1952 var horft til hennar sem mögulega varaforsetaefnis við hlið Dwight Eisenhower. Blaðamaður spurði hana við það tilefni hvernig hún myndi bregðast við ef hún vaknaði einn daginn og uppgötvaði að hún væri komin í Hvíta húsið? „Ég færi beint til Frú Truman og myndi biðja hana afsökunar. Svo færi ég heim,“ sagði Smith samkvæmt umfjöllun New York Times. Á þeim tíma var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna. Hlusta má á brandarann sem sagður var í kappræðunum í gærkvöldi en Davíð svarar spurningunni eftir þrjár mínútur í klippunni að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36 Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Sjónvarpskappræður um súlurit? Forsetaframbjóðendurnir Sturla Jónsson og Hildur Þórðadóttir tjáðu sig í kvöld á Facebook um það að hafa ekki verið boðið í sjónvarpskappræður Stöðvar 2. 26. maí 2016 23:36
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27