Læra að vera við stjórn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2016 10:15 Gauti, Helga og Hekla skelltu sér glaðbeitt í þriggja manna far fyrir myndatökuna. Vísir/Eyþór Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“ Krakkar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“
Krakkar Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira