Lífið

Reyndi að mölva glerið í lengstu glerbrú í heimi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Heiðarleg tilraun.
Heiðarleg tilraun. Mynd/Skjáskot
Skammt er í að lengsta og hæsta glerbrú heimsins verði opnuð í Kína. Brúin nær yfir hið mikla Zhangjiajie-gljúfur í Henan í Kúna. Þeir sem byggðu brúnna vilja vera alveg vissir um að almenningur viti að fullkomnlega öruggt sé að ganga yfir hana.

Til þess að sannreyna það var blaðamanni BBC boðið að gera tilraun til þess að mölva glerið sem nýtt var í brúnna. Fékk hann sleggju í hönd og nokkra tilraunir til þess að brjóta glerið.

Mikla athygli vakti þegar brestir mynduðust í aðra tæplega 300 metra löngu glerbrú í Kína á síðasta ári en aðstandendur hinnar nýju brúar vilja ekki taka neina sénsa með hina nýju 430 metra löngu glerbrú sem opnuð verður síðar í sumar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×