Lífið

Charlie Sheen missti sig í viðtali við sænska blaðakonu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Sama hvað þú gerir... ekki spyrja Charlie Sheen rangra spurninga.
Sama hvað þú gerir... ekki spyrja Charlie Sheen rangra spurninga. Vísir/Getty
Leikarinn Charlie Sheen er staddur í Svíþjóð þar sem hann sinnir störfum sínum sem talsmaður smokkaframleiðandans Lelo Hex. Eins og margir vita greindi leikarinn frá því í fyrra að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Það gerði hann þó ekki fyrr en fjórum árum eftir að hann var greindur og aðeins eftir að hann hafði borgað fólki háar fjárupphæðir til þess að halda þeim upplýsingum leyndum.

Fréttakona Aftenbladed í Stokkhólmi fékk það erfiða hlutverk að taka viðtal við leikarann vegna smokkanna en hún vildi skiljanlega spyrja hann út í aðdraganda þess að hann kom út úr skápnum með HIV-smit sitt.

Eitthvað virðist leikarinn hafa verið pirraður vegna þessa og í meðfylgjandi myndbandi má sjá leikarann hreinlega úthúða blaðakonunni fyrir það eitt að spyrja þær spurningar sem brenna á vörum flestra.

„Ert þú enn í blaðamannaskóla? Varstu send hingað í staðinn fyrir einhvern annan?,“ spyr leikarinn pirraður eftir spurningar blaðakonunnar.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×