Subaru fagnar 50 ára afmæli Boxervélarinnar Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 12:14 Boxer vél frá Subaru. Um hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið laugardaginn 14. maí, fagnar Subaru því að 50 ár eru liðin frá því að fyrirtækið kynnti Boxervélina sem er eitt aðalsmerkja Subaru. Boxervélin er frábrugðin öðrum vélum að því leyti að í henni liggja strokkarnir lárétt en hvorki lóðrétt né í V eins og ýmist er í öðrum vélagerðum. Fyrir vikið er þyngdarpunktur Subarubíla lægri en í flestum öðrum bílgerðum og aksturseiginleikar og stöðugleiki á vegi að sama skapi meiri. Subaru kynnti boxervélina árið 1966 og hafa meira en 16 milljónir véla verið framleiddar síðan þá. Boxer vélar eru ekki mikið notaðar af bílaframleiðendum og nær einskorðast við Subaru og Porsche. Það var Karl Benz sem fyrst kom með Boxer vél í bíl árið 1896 og fékk einkaleyfi fyrir þessa vélargerð. Boxer vélar hafa mikið verið notaðar í flugvélar vegna lítils titrings sem frá þeim stafar. Þær hafa einnig talsvert verið notaðar í mótorhjól. Þó svo fáir bílaframleiðendur noti Boxer vélar í dag hafa margir þeirra áður fyrr notast við slíkar vélar, meðal annars Alfa Romeo, Mercedes Benz, Ford, Tatra, Citroën, Rover, Volkswagen, Chevrolet, Jowett og Ferrari, auk Porsche og Subaru.Allar gerðir Subaru bíla eru með Boxer vél. Hér sést Subaru Outback. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent
Um hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið laugardaginn 14. maí, fagnar Subaru því að 50 ár eru liðin frá því að fyrirtækið kynnti Boxervélina sem er eitt aðalsmerkja Subaru. Boxervélin er frábrugðin öðrum vélum að því leyti að í henni liggja strokkarnir lárétt en hvorki lóðrétt né í V eins og ýmist er í öðrum vélagerðum. Fyrir vikið er þyngdarpunktur Subarubíla lægri en í flestum öðrum bílgerðum og aksturseiginleikar og stöðugleiki á vegi að sama skapi meiri. Subaru kynnti boxervélina árið 1966 og hafa meira en 16 milljónir véla verið framleiddar síðan þá. Boxer vélar eru ekki mikið notaðar af bílaframleiðendum og nær einskorðast við Subaru og Porsche. Það var Karl Benz sem fyrst kom með Boxer vél í bíl árið 1896 og fékk einkaleyfi fyrir þessa vélargerð. Boxer vélar hafa mikið verið notaðar í flugvélar vegna lítils titrings sem frá þeim stafar. Þær hafa einnig talsvert verið notaðar í mótorhjól. Þó svo fáir bílaframleiðendur noti Boxer vélar í dag hafa margir þeirra áður fyrr notast við slíkar vélar, meðal annars Alfa Romeo, Mercedes Benz, Ford, Tatra, Citroën, Rover, Volkswagen, Chevrolet, Jowett og Ferrari, auk Porsche og Subaru.Allar gerðir Subaru bíla eru með Boxer vél. Hér sést Subaru Outback.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent