Lausaleiksgemsar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. maí 2016 07:00 Kona mín er ekki aðeins vel vaxin heldur afar spámannlega líka. Verður nær allt að sannindum sem hún spáir. Fyrir stuttu fór ég út að skokka með glænýjan farsíma minn en hún fann því allt til foráttu. Taldi hún að búnaðurinn, sem ég hafði hannað úr belti og plastpoka til að halda farsíma mínum, myndi slitna með hrikalegum afleiðingum. Þar að auki sagði hún mig mundu fá sólsting mikinn. Hló ég við enda þungbúið þegar þetta var. Ég er þó ekki búinn að skokka lengi þegar sól brýst fram úr skýjum. Um sama leyti byrjar síminn að spila lag í suðrænum takti. Upphefst svo skræk og há rödd sem syngur: Roxanne, you don’t have to put on the red light. Varð mér ljóst að ég var kominn með sól-Sting. Að lagi loknu slitnar búnaðurinn svo að síminn hékk niður eftir lærinu í heyrnartólssnúrunni. Var ekki annað til ráða en að stinga honum inn undir nærbuxur mínar og halda svo skokkinu áfram. Var þetta óþægileg reynsla, bæði fyrir farsímann en ekki síður fyrir þann sem í nærbuxunum býr. Er skemmst frá því að segja að eftir samfarir þessar eignaðist síminn minn tvo litla gemsa sem allir setja upp broskarla þegar þeir sjá mig, enda kenna þeir sitt föðurkyn. Þarf ég nú að borga meðlag með þessum lausaleikstækjum. Ekki er konan þó alveg óbrigðul spákona því henni getur orðið á í messunni. Fyrir nokkru grátbað hún mig um að hætta að fylgjast með fréttum frá Íslandi. Sagði hún fréttirnar tröllasögur einar og yrði lestur á þeim til þess að römm og mikil ímyndunarveiki myndi taka mig. Það hefur hins vegar ekkert borið á henni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun
Kona mín er ekki aðeins vel vaxin heldur afar spámannlega líka. Verður nær allt að sannindum sem hún spáir. Fyrir stuttu fór ég út að skokka með glænýjan farsíma minn en hún fann því allt til foráttu. Taldi hún að búnaðurinn, sem ég hafði hannað úr belti og plastpoka til að halda farsíma mínum, myndi slitna með hrikalegum afleiðingum. Þar að auki sagði hún mig mundu fá sólsting mikinn. Hló ég við enda þungbúið þegar þetta var. Ég er þó ekki búinn að skokka lengi þegar sól brýst fram úr skýjum. Um sama leyti byrjar síminn að spila lag í suðrænum takti. Upphefst svo skræk og há rödd sem syngur: Roxanne, you don’t have to put on the red light. Varð mér ljóst að ég var kominn með sól-Sting. Að lagi loknu slitnar búnaðurinn svo að síminn hékk niður eftir lærinu í heyrnartólssnúrunni. Var ekki annað til ráða en að stinga honum inn undir nærbuxur mínar og halda svo skokkinu áfram. Var þetta óþægileg reynsla, bæði fyrir farsímann en ekki síður fyrir þann sem í nærbuxunum býr. Er skemmst frá því að segja að eftir samfarir þessar eignaðist síminn minn tvo litla gemsa sem allir setja upp broskarla þegar þeir sjá mig, enda kenna þeir sitt föðurkyn. Þarf ég nú að borga meðlag með þessum lausaleikstækjum. Ekki er konan þó alveg óbrigðul spákona því henni getur orðið á í messunni. Fyrir nokkru grátbað hún mig um að hætta að fylgjast með fréttum frá Íslandi. Sagði hún fréttirnar tröllasögur einar og yrði lestur á þeim til þess að römm og mikil ímyndunarveiki myndi taka mig. Það hefur hins vegar ekkert borið á henni. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun