Innlent

Stúdentar bjóða Sigmundi vöfflur

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk persónulegra boð en flestir aðrir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk persónulegra boð en flestir aðrir.
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur boðið öllum Alþingismönnum í vöfflur í kosningamiðstöð þeirra við Lækjartorg. Borði var settur upp sem snýr að Stjórnarráðinu sem á segir: „Sigmundur, viltu vöfflu?“ og fékk hann persónulegra boð en flestir aðrir á þingi.

Samkvæmt tilkynningu frá Röskvu er markmið vöffluboðsins að opna á samtal við þingmenn um hagsmuni stúdenta.

„Við viljum leggja áherslu á það í Stúdentaráði að stunda virkt samtal við þingmenn um mál sem okkur varða, svo sem Lánasjóð íslenskra námsmanna, framlög til Háskóla Íslands og fleira,” segir Eydís Blöndal, oddviti Röskvu á hugvísindasviði.

„Flest mál sem rata á borð Alþingis snerta námsmenn með einum eða öðrum hætti, svo samtal við þingmenn er mjög mikilvægt.”

Uppfært 12:30

Sigmundur Davíð sendi frá sér Snapchat í hádeginu sem sjá má hér að til hliðar. Þar veltir hann fyrir sér hvort hann eigi að þiggja boðið eða fjarlæga húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×