Körfubolti

Stefán Karel í Breiðholtið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Karel í leik gegn sínum verðandi samherjum í ÍR.
Stefán Karel í leik gegn sínum verðandi samherjum í ÍR. vísir/stefán
Stefán Karel Torfason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR.

Stefán, sem leikur í stöðu miðherja, kemur til ÍR frá Snæfelli þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur tímabil.

Stefán, sem verður 22 ára síðar í mánuðinum, skoraði 11,6 stig og tók 10,4 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Aðeins tveir leikmenn (Ragnar Nathanaelsson og Ómar Sævarsson) sem eru fæddir á Íslandi tóku fleiri fráköst að meðaltali í leik en Stefán.

ÍR endaði í 10. sæti Domino's deildarinnar í ár og komst ekki í úrslitakeppnina.

Stefán skrifaði undir tveggja ára samning í dag. #aframir

Posted by ÍR-Karfa on Friday, April 8, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×