Dísilbílabann í Þýskum borgum Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 15:04 Þýsk bílaumferð. Borgarstjórnir í þýskum borgum sem hrjáðar eru af mengun bíla munu brátt fá þau lagalegu tæki í hendurnar til að banna umferð gamalla dísilbíla sem menga mikið. Hingað til hafa þau ekki haft lagalegan gröndvöll til að banna umferð nokkurra bíla í borgunum, en Angela Merkel kanslari Þýskalands eru nú að setja lög sem leyfa þeim það. Bannið mun ná til dísilbíla sem ekki uppfylla EURO 6 staðalinn fyrir dísilbíla. Það þýðir að þeir mega ekki menga meira en 80 g/km af NOx efnasamböndum. Það gerir það að verkum að milljónir eigenda dísilbíla gætu átt það á hættu að vera bannað að aka um þessar borgir tímabundið. Þessi reglusetning kemur í kjölfar dísilvélasvindsl Volkswagen á síðasta ári. Þýski bílaiðnaðurinn er ekki mjög hrifinn af þessari lagasetningu, ekki síst í ljósi þess að um helmingur þeirra 3 milljón bíla sem seldir eru á ári hverju í Þýskalandi eru dísilbílar. Fullyrt er til stuðnings lagasetningunni að 10.000 ótímabær dauðsföll sé vegna NOx mengunar dísilbíla á ári hverju í Þýskalandi. Sem dæmi um áherslu þýskra bílaframleiðenda á dísilbíla þá framleiðir BMW 74% bíla sinna með dísilvélum og Audi 67%. Aðeins þriðjungur af núverandi dísilbílum í Þýskalandi uppfyllir EURO 6 staðalinn. Talið er að helmingur dísilbílaflotans í Þýskalandi verði endurnýjaður með öðrum dísilbílum sem uppfylla EURO 6 staðalinn á næstu 5 árum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
Borgarstjórnir í þýskum borgum sem hrjáðar eru af mengun bíla munu brátt fá þau lagalegu tæki í hendurnar til að banna umferð gamalla dísilbíla sem menga mikið. Hingað til hafa þau ekki haft lagalegan gröndvöll til að banna umferð nokkurra bíla í borgunum, en Angela Merkel kanslari Þýskalands eru nú að setja lög sem leyfa þeim það. Bannið mun ná til dísilbíla sem ekki uppfylla EURO 6 staðalinn fyrir dísilbíla. Það þýðir að þeir mega ekki menga meira en 80 g/km af NOx efnasamböndum. Það gerir það að verkum að milljónir eigenda dísilbíla gætu átt það á hættu að vera bannað að aka um þessar borgir tímabundið. Þessi reglusetning kemur í kjölfar dísilvélasvindsl Volkswagen á síðasta ári. Þýski bílaiðnaðurinn er ekki mjög hrifinn af þessari lagasetningu, ekki síst í ljósi þess að um helmingur þeirra 3 milljón bíla sem seldir eru á ári hverju í Þýskalandi eru dísilbílar. Fullyrt er til stuðnings lagasetningunni að 10.000 ótímabær dauðsföll sé vegna NOx mengunar dísilbíla á ári hverju í Þýskalandi. Sem dæmi um áherslu þýskra bílaframleiðenda á dísilbíla þá framleiðir BMW 74% bíla sinna með dísilvélum og Audi 67%. Aðeins þriðjungur af núverandi dísilbílum í Þýskalandi uppfyllir EURO 6 staðalinn. Talið er að helmingur dísilbílaflotans í Þýskalandi verði endurnýjaður með öðrum dísilbílum sem uppfylla EURO 6 staðalinn á næstu 5 árum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent