Lífið

Ótrúleg viðbrögð þegar þau héldu að þau hefðu unnið 130 milljarða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefði verið gaman að vinna þessa upphæð.
Það hefði verið gaman að vinna þessa upphæð. vísir
Það er draumur allra að vinna í lottói en upphæðirnar sem hefur verið hægt að vinna í Powerball í Bandaríkjunum undanfarnar vikur eru ótrúlegar.

Síðastliðin laugardag var um einn milljarður Bandaríkjadollarar í pottinum, eða því sem samsvarar 130 milljörðum íslenskra króna. Þetta eru tölur sem fáir hreinlega skilja en 42 starfsmenn á veitingarstaðnum Grissini’s í New Jersey höfðu fjárfest saman í miðum og allt leit út fyrir að þeir væru að fara skipta með sér öllum þessum milljörðum.

Gríðarlegur fögnuður braust út á staðnum og einn starfsmannanna sagði strax upp í vinnunni en þá kom í ljós að þau voru að skoða miða sem átti við á miðvikudeginum á undan. Réttar tölur, vitlaus dagur. Fagnaðarlætin náðust á myndband og má sjá viðbrögð þeirra hér að neðan.

Hver starfsmaður hefði unnið 22,5 milljónir dollara eða því sem samsvarar þrír milljarðar íslenskra króna. Síðastliðin laugardag rann potturinn í Powerball því ekki út og var dregið aftur í gær. Þá skiptu þrír með sér 210 milljörðum íslenskra króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×