Akstur Volvo bíla Uber bannaður eftir umferðarlagabrot Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 09:18 Volvoinn frá Uber ekur hér yfir á rauðu ljósi. Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent
Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent