Porsche malar gull fyrir Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 14:27 Porsche Macan. Porsche hagnaðist um 25% meira á síðasta ári en árið á undan og salan jókst um 14%. Alls hagnaðist Porsche um 495 milljarða króna og veltan nam 2.815 milljörðum króna. Því er hagnaður af veltu 17,6% og vart hægt að finna hærra hlutfall á meðal bílaframleiðenda. Stór ástæða fyrir þessu frábæra söluári Porsche í fyrra var tilkoma Porsche Macan jepplingsins sem seldist eins og heitar lummur um allan heim. Porsche á ekki von á jafn miklum vexti í ár og í fyrra, en góðum vexti samt. Porsche malar svo sannarlega gull fyrir móðurfélag sitt, Volkswagen, en það gerir Audi líka og skilar Audi reyndar enn meiri hagnaði til samstæðunnar en Porsche. Samt er hagnaður af veltu hærri hjá Porsche og reksturinn því enn arðbærari. Tilkoma nýs Porsche Cayenne Turbo í janúar á þessu ári mun hjálpa Porsche í ár og áframhaldandi góð sala í Macan. Porsche 911 heldur áfram að seljast vel og andlitslyftir Boxster og Cayman í apríl á þessu ári með nýrri fjögurra strokka vél og lægra verði gæti líka lyft sölunni í nýjar hæðir. Söluhæsti bíll Porsche í fyrra var Macan með 80.000 eintök seld. Þar á eftir kemur Cayenne með 73.119 eintök.Porsche Cayenne er næst söluhæsta bílgerð Porsche á eftir Macan. Breyttir tímar hjá sportbílaframleiðandanum.GVA Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent
Porsche hagnaðist um 25% meira á síðasta ári en árið á undan og salan jókst um 14%. Alls hagnaðist Porsche um 495 milljarða króna og veltan nam 2.815 milljörðum króna. Því er hagnaður af veltu 17,6% og vart hægt að finna hærra hlutfall á meðal bílaframleiðenda. Stór ástæða fyrir þessu frábæra söluári Porsche í fyrra var tilkoma Porsche Macan jepplingsins sem seldist eins og heitar lummur um allan heim. Porsche á ekki von á jafn miklum vexti í ár og í fyrra, en góðum vexti samt. Porsche malar svo sannarlega gull fyrir móðurfélag sitt, Volkswagen, en það gerir Audi líka og skilar Audi reyndar enn meiri hagnaði til samstæðunnar en Porsche. Samt er hagnaður af veltu hærri hjá Porsche og reksturinn því enn arðbærari. Tilkoma nýs Porsche Cayenne Turbo í janúar á þessu ári mun hjálpa Porsche í ár og áframhaldandi góð sala í Macan. Porsche 911 heldur áfram að seljast vel og andlitslyftir Boxster og Cayman í apríl á þessu ári með nýrri fjögurra strokka vél og lægra verði gæti líka lyft sölunni í nýjar hæðir. Söluhæsti bíll Porsche í fyrra var Macan með 80.000 eintök seld. Þar á eftir kemur Cayenne með 73.119 eintök.Porsche Cayenne er næst söluhæsta bílgerð Porsche á eftir Macan. Breyttir tímar hjá sportbílaframleiðandanum.GVA
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent