Heimsins hraðasti trjádrumbur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:18 Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent
Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent