Munaði bara einni körfu á stigahæstu leikmönnum deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2016 13:00 Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli. Vísir/Stefán Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23 Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira