Hraustasta kona heims vann líka strákana á heimsleikunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Samsett Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira
Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira
Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54
Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30
Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36