Obama fær að sjá Game of Thrones á undan þér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2016 23:27 Barack Obama, hlæjandi. Vísir/Getty Framleiðendur Game of Thrones hafa viðurkennt að Barack Obama Bandaríkjaforseti fái að sjá hina sjöttu seríu af þáttunum á undan flestum. Ástæðan? Þeir segja ekki hægt að segja nei við forsetann.Þeir David Benioff og D.B. Weiss, framleiðendur þáttanna, segja að áhugi Obama á þáttunum sé mikil viðurkenning og að það hafi verið mikill heiður þegar Obama bað um að fá að sjá þættina á undan öðrum. „Þegar Bandaríkjaforseti segir: Ég vil sjá þættina á undan öðrum, hvað getur maður eiginlega gert?“, sagði Benioff þegar fyrsti þátturinn var frumsýndur fyrir helstu stjörnur og velunnara þáttanna á sunnudaginn. Obama er mikill aðdáandi þáttanna og minntist á það í ræðu sinni á árlegri hátíð blaðamanna sem skrifa um forsetann. Þá sagði hann í viðtali við Bill Simmons fyrir GQ tímaritið að Tyrion Lannister væri sinn uppáhalds karakter. Það að framleiðendur þáttanna hafi leyft Obama að fá að horfa á þættina kemur nokkuð á óvart en mikið hefur verið lagt í að þáttunum verði ekki lekið á netið líkt og gerðist á síðasta ári. Líklega má þó líta svo á málin að framleiðendur þáttanna treysti Barack Obama vel fyrst að þeir urðu við bón forsetans.Game of Thrones er á dagskrá Stöðvar 2. Fyrsti þátturinn verður sýndur 25. apríl. Game of Thrones Tengdar fréttir Ný stikla úr Game of Thrones: Hinir dauðu eru á leiðinni Það styttist sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 17:34 Hver er söguhetja Game of Thrones? Aðdáendur og fræðimenn hafa reynt að svara þeirri spurningu um árabil. 1. apríl 2016 12:30 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones hafa viðurkennt að Barack Obama Bandaríkjaforseti fái að sjá hina sjöttu seríu af þáttunum á undan flestum. Ástæðan? Þeir segja ekki hægt að segja nei við forsetann.Þeir David Benioff og D.B. Weiss, framleiðendur þáttanna, segja að áhugi Obama á þáttunum sé mikil viðurkenning og að það hafi verið mikill heiður þegar Obama bað um að fá að sjá þættina á undan öðrum. „Þegar Bandaríkjaforseti segir: Ég vil sjá þættina á undan öðrum, hvað getur maður eiginlega gert?“, sagði Benioff þegar fyrsti þátturinn var frumsýndur fyrir helstu stjörnur og velunnara þáttanna á sunnudaginn. Obama er mikill aðdáandi þáttanna og minntist á það í ræðu sinni á árlegri hátíð blaðamanna sem skrifa um forsetann. Þá sagði hann í viðtali við Bill Simmons fyrir GQ tímaritið að Tyrion Lannister væri sinn uppáhalds karakter. Það að framleiðendur þáttanna hafi leyft Obama að fá að horfa á þættina kemur nokkuð á óvart en mikið hefur verið lagt í að þáttunum verði ekki lekið á netið líkt og gerðist á síðasta ári. Líklega má þó líta svo á málin að framleiðendur þáttanna treysti Barack Obama vel fyrst að þeir urðu við bón forsetans.Game of Thrones er á dagskrá Stöðvar 2. Fyrsti þátturinn verður sýndur 25. apríl.
Game of Thrones Tengdar fréttir Ný stikla úr Game of Thrones: Hinir dauðu eru á leiðinni Það styttist sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 17:34 Hver er söguhetja Game of Thrones? Aðdáendur og fræðimenn hafa reynt að svara þeirri spurningu um árabil. 1. apríl 2016 12:30 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ný stikla úr Game of Thrones: Hinir dauðu eru á leiðinni Það styttist sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 17:34
Hver er söguhetja Game of Thrones? Aðdáendur og fræðimenn hafa reynt að svara þeirri spurningu um árabil. 1. apríl 2016 12:30
Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein