Dýralæknirinn Matt er þekktur fyrir að leika sér með allskyns vopn á síðunni Demolition Ranch á Youtube. Á dögunum útvegaði hann sér stálplötu sem sett er í skotheld vesti og kannaði hve auðvelt það væri að gata hana með .458 Socom skotum.
Eins og sjá má hér að neðan þurfti þó nokkur skot á plötuna. Skotin sem notuð voru er tiltölulega stór og kröftug og á endanum fór platan ekki vel.