Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2016 14:30 Maríubjöllur og asparglyttur eru á meðal þess sem geta fylgt jólatrjám. Vísir „Það er nú ansi margt sem getur fylgt,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um þau skordýr sem geta fylgt með inn á heimili þeirra sem setja þar upp lifandi jólatré nú fyrir jólin. Þetta á bæði við um innflutt tré og þau íslensku. Algengustu skordýrin sem fylgja innfluttu trjánum eru að sögn Erlings maríubjöllurnar.Hérlendis er flikrudepla hin eina sanna maríubjalla eða maríuhæna, eins og margir kalla hana.Erling Ólafsson„Svo fylgir ekki bara jólatrjám heldur líka þessum greinum sem menn eru að flytja inn til aðventuskreytinga, þessi svokallaði lífviður. Þeim fylgir svokölluð einitíta, það er hluti af jólastemningunni,“ segir Erling.Einitítan er af ættbálki skortíta. „Þetta eru plöntusugur sem sjúga næringu úr plöntuvefjum,“ segir Erling.Einitíta lifir ekki hér á landi en berst hingað einkum með innfluttum greinum í jólaskreytingar. Hún fannst fyrst í Kópavogi 1976 og af og til upp frá því eða þangað til mikillar aukningar gætti á síðasta áratug.Erling ÓlafssonHann segir allmargar tegundir sem geta fylgt þessum innfluttu trjám. Þær leggjast á trén þar sem þau liggja í stöflum og bíða eftir að vera flutt til Íslands. Þær vakna svo þegar trén hafa verið flutt inn í stofuhita hér á landi. Erling segir þessar tegundir vissulega geta valdið skaða. „Það eru helst tegundir sem lifa inni í berkinum á trjánum og gætu dottið af trjánum þar sem þau eru geymd utandyra á sölustað og lagst þar á einhver nálæg barrtré,“ segir Erling en segir þær valda engum skaða innandyra og ítrekar að þetta dýralíf sé bara hluti af jólastemningunni.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Ég hef aldrei reyndar verið svo heppinn að fá eitthvað með þeim trjám sem ég hef keypt,“ segir Erling. Hann segir að ef fólk vill reyna að koma í veg fyrir að eitthvað berist inn á heimilin sé ágætis lausn að baða þau með vatni, það auki einnig líftíma þeirra, en ekki sé hægt að lofa því að það komi algjörlega í veg fyrir óvænta gesti yfir jólahátíðina. Hann segist halda að það hafi engan tilgang að eitra trén, vatnið sé besta forvörnin. „Maður veit aldrei hvað er að berast, við erum alltaf að flytja inn eitthvað óæskilegt, annað sem skiptir engu máli, það er bara eins og gengur,“ segir Erling. Hann segir að íslensku trjánum fylgi einnig skordýr. „Gott dæmi um það er bjalla sem er nýlegur landnemi í Kollafirði og Mosfellsbæ, það er Asparglytta sem er nafntoguð og margir kannast við. Hún étur blöð af öspum og víði. Hún hefur verið að berast með jólatrjám sem hafa verið til dæmis tekin í Mosfellsbænum. Menn hafa verið að hraða útbreiðslu hennar á höfuðborgarsvæðinu með því að flytja tré frá Mosfellsbæ,“ segir Erling.Asparglytta er nýlegur landnemi á Íslandi sem fannst fyrst með vissu í ágúst 2005 í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði.Erling ÓlafssonEf einhverjir verða varir við óvænta gesti af jólatrjánum geta þeir haft samband við Erling og hann getur sagt þeim hvaða tegund er um að ræða. Einnig er hægt að hafa samband við Náttúrufræðistofnun Íslands. Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Nótur fyrir píanó Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Svona gerirðu graflax Jól Þrír mætir konfektmolar Jól Lystaukandi forréttir Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Álfadrottning í álögum Jól
„Það er nú ansi margt sem getur fylgt,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um þau skordýr sem geta fylgt með inn á heimili þeirra sem setja þar upp lifandi jólatré nú fyrir jólin. Þetta á bæði við um innflutt tré og þau íslensku. Algengustu skordýrin sem fylgja innfluttu trjánum eru að sögn Erlings maríubjöllurnar.Hérlendis er flikrudepla hin eina sanna maríubjalla eða maríuhæna, eins og margir kalla hana.Erling Ólafsson„Svo fylgir ekki bara jólatrjám heldur líka þessum greinum sem menn eru að flytja inn til aðventuskreytinga, þessi svokallaði lífviður. Þeim fylgir svokölluð einitíta, það er hluti af jólastemningunni,“ segir Erling.Einitítan er af ættbálki skortíta. „Þetta eru plöntusugur sem sjúga næringu úr plöntuvefjum,“ segir Erling.Einitíta lifir ekki hér á landi en berst hingað einkum með innfluttum greinum í jólaskreytingar. Hún fannst fyrst í Kópavogi 1976 og af og til upp frá því eða þangað til mikillar aukningar gætti á síðasta áratug.Erling ÓlafssonHann segir allmargar tegundir sem geta fylgt þessum innfluttu trjám. Þær leggjast á trén þar sem þau liggja í stöflum og bíða eftir að vera flutt til Íslands. Þær vakna svo þegar trén hafa verið flutt inn í stofuhita hér á landi. Erling segir þessar tegundir vissulega geta valdið skaða. „Það eru helst tegundir sem lifa inni í berkinum á trjánum og gætu dottið af trjánum þar sem þau eru geymd utandyra á sölustað og lagst þar á einhver nálæg barrtré,“ segir Erling en segir þær valda engum skaða innandyra og ítrekar að þetta dýralíf sé bara hluti af jólastemningunni.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Ég hef aldrei reyndar verið svo heppinn að fá eitthvað með þeim trjám sem ég hef keypt,“ segir Erling. Hann segir að ef fólk vill reyna að koma í veg fyrir að eitthvað berist inn á heimilin sé ágætis lausn að baða þau með vatni, það auki einnig líftíma þeirra, en ekki sé hægt að lofa því að það komi algjörlega í veg fyrir óvænta gesti yfir jólahátíðina. Hann segist halda að það hafi engan tilgang að eitra trén, vatnið sé besta forvörnin. „Maður veit aldrei hvað er að berast, við erum alltaf að flytja inn eitthvað óæskilegt, annað sem skiptir engu máli, það er bara eins og gengur,“ segir Erling. Hann segir að íslensku trjánum fylgi einnig skordýr. „Gott dæmi um það er bjalla sem er nýlegur landnemi í Kollafirði og Mosfellsbæ, það er Asparglytta sem er nafntoguð og margir kannast við. Hún étur blöð af öspum og víði. Hún hefur verið að berast með jólatrjám sem hafa verið til dæmis tekin í Mosfellsbænum. Menn hafa verið að hraða útbreiðslu hennar á höfuðborgarsvæðinu með því að flytja tré frá Mosfellsbæ,“ segir Erling.Asparglytta er nýlegur landnemi á Íslandi sem fannst fyrst með vissu í ágúst 2005 í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði.Erling ÓlafssonEf einhverjir verða varir við óvænta gesti af jólatrjánum geta þeir haft samband við Erling og hann getur sagt þeim hvaða tegund er um að ræða. Einnig er hægt að hafa samband við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Nótur fyrir píanó Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Svona gerirðu graflax Jól Þrír mætir konfektmolar Jól Lystaukandi forréttir Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Álfadrottning í álögum Jól