Fylltur lambahryggur með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2016 14:30 Í síðasta þætti af Matargleðinni eldaði Eva nokkra rétti sem tilvalið er að bera fram um páskana og var sjálf páskasteikin í aðalhlutverki, fylltur lambahryggur með ofnbökuðum kartöflum í andafitu og ómótstæðileg soðsósa.Páskalambið Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói Fyrir 4-6 1 lambahryggur ca. 2,5 kg, úrbeinaðurFylling:1 krukka sólkysstir tómatar3 msk ólífutapende70 g ristaðar furuhnetur½ laukur2 hvítlauksrif1 msk fersk steinseljaSalt og nýmalaður pipar1 msk jómfrúarolíaBörkur af hálfri sítrónu2 tsk smátt saxað rósmarín ½ L vatnGrænmeti:2 laukar4 hvítlaukar, heilir4-6 gulræturAðferð: Látið kjötborðið úrbeina lambahrygginn. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara i fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið fyllingunni á milli hryggjarvöðvanna og leggið lundirnar þar ofan á. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hryggginn með salti, pipar, sítrónuberki. Saxið einnig niður ferskt rósmarín og sáldrið yfir. Skerið grænmetið í grófa bita og leggið í eldfast mót, setjið lambahrygginn yfir og hellið hálfum líter af soðnu vatni í fatið og inn í ofn við 180°c í 45-50 mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum er ágætt að hækka hitann í 200-210°C. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið það og berið fram, hellið soðinu frá og geymið fyrir sósugerð.Ofnbakaðar kartöflur í andafitu10-15 kartöflur að eigin vali2-3 msk andafita4 - 5 hvítlauksrif3-4 rósmaríngreinarAðferð: Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í vel söltu vatni í 10 mínútur. Eftir þann tíma takið þær upp úr pottinum og leggið í eldfast mót. Skerið niður hvítlauksrif og saxið ferskt rósmarín. Setjið 2 msk af andafitu í formið og veltið kartöflunum upp úr fitunni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C 30 - 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullinbrúnar, það er gott ráð að snúa þeim við endrum og eins.Soðsósa300-400 ml soð½ nautakraftsteningurSalt og pipar500 ml rjómi2 tsk hveiti1 msk olíaAðferð: Sigtið soðið í pott og blandið nautakrafstening og rjóma saman við. Kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að ná suðu og hrærið vel í á meðan. Blandið saman í skál hveiti og olíu og þykkið sósuna með hveitblöndunni. Berið strax fram með kjötinu. Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í síðasta þætti af Matargleðinni eldaði Eva nokkra rétti sem tilvalið er að bera fram um páskana og var sjálf páskasteikin í aðalhlutverki, fylltur lambahryggur með ofnbökuðum kartöflum í andafitu og ómótstæðileg soðsósa.Páskalambið Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói Fyrir 4-6 1 lambahryggur ca. 2,5 kg, úrbeinaðurFylling:1 krukka sólkysstir tómatar3 msk ólífutapende70 g ristaðar furuhnetur½ laukur2 hvítlauksrif1 msk fersk steinseljaSalt og nýmalaður pipar1 msk jómfrúarolíaBörkur af hálfri sítrónu2 tsk smátt saxað rósmarín ½ L vatnGrænmeti:2 laukar4 hvítlaukar, heilir4-6 gulræturAðferð: Látið kjötborðið úrbeina lambahrygginn. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara i fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið fyllingunni á milli hryggjarvöðvanna og leggið lundirnar þar ofan á. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hryggginn með salti, pipar, sítrónuberki. Saxið einnig niður ferskt rósmarín og sáldrið yfir. Skerið grænmetið í grófa bita og leggið í eldfast mót, setjið lambahrygginn yfir og hellið hálfum líter af soðnu vatni í fatið og inn í ofn við 180°c í 45-50 mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum er ágætt að hækka hitann í 200-210°C. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið það og berið fram, hellið soðinu frá og geymið fyrir sósugerð.Ofnbakaðar kartöflur í andafitu10-15 kartöflur að eigin vali2-3 msk andafita4 - 5 hvítlauksrif3-4 rósmaríngreinarAðferð: Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í vel söltu vatni í 10 mínútur. Eftir þann tíma takið þær upp úr pottinum og leggið í eldfast mót. Skerið niður hvítlauksrif og saxið ferskt rósmarín. Setjið 2 msk af andafitu í formið og veltið kartöflunum upp úr fitunni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C 30 - 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullinbrúnar, það er gott ráð að snúa þeim við endrum og eins.Soðsósa300-400 ml soð½ nautakraftsteningurSalt og pipar500 ml rjómi2 tsk hveiti1 msk olíaAðferð: Sigtið soðið í pott og blandið nautakrafstening og rjóma saman við. Kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að ná suðu og hrærið vel í á meðan. Blandið saman í skál hveiti og olíu og þykkið sósuna með hveitblöndunni. Berið strax fram með kjötinu.
Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira