„Mig langar að þakka stuðningsmönnum KR fyrir allt saman. Ég á góðar minningar frá 2012-2014 þegar við unnum titla. Nú undirbý ég mig fyrir nýja áskorun með Víkingum,“ sagði Gary.
Sjá einnig:Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér
Enski framherjinn spilaði með KR frá miðju sumri 2012, en hann kom í vesturbæinn frá ÍA. Martin fékk bronsskóinn þegar hann skoraði þrettán mörk og gullskóinn sumarið 2014 þegar hann skoraði aftur þrettán mörk.
Gary Martin gæti klæðst Víkingstreyjunni í fyrsta sinn strax annað kvöld þegar Víkingar heimsækja HK í Lengjubikarnum.
Englendingurinn þarf ekki að bíða lengi eftir að mæta KR í Pepsi-deildinni því Víkingur og KR mætast strax í fyrstu umferðinni 2. maí klukkan 19.15.
