Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. febrúar 2016 08:00 Friðrik Grétarsson og Ómar Örn Sverrisson eru hér hressir með Herberti Guðmundssyni en þeir hafa fylgt honum eftir með myndavél að vopni í fimm ár. vísir/ernir Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á gerð heimildarmyndarinnar Can't Walk Away, þar sem fjallað er um tónlistarmanninn og sölumanninn ástsæla Herbert Guðmundsson. Í myndinni er farið yfir víðan völl og hafa þeir Ómar Örn Sverrisson og Friðrik Grétarsson, sem vinna myndina, fylgt Herberti eftir undanfarin fimm ár með myndavél að vopni. „Við erum búnir að elta hann meira og minna í fimm ár. Þetta hefur verið mjög áhugavert og litríkt enda Herbert litríkur karakter,“ segir Ómar Örn. „Þeir eru búnir að elta mig í gigg hingað og þangað, einkapartí í heimahúsum, böll, í gymmið, á opinbera staði og svo erum við búnir að fara upp á RÚV og höfum fengið þar fullt af efni sem verður notað,“ bætir Herbert við léttur í lund. „Við höfum myndað hans daglega líf og höfum verið að elta hann alveg frá því hann vaknar á morgnana og þangað til hann fer að sofa nánast,“ segir Friðrik.Friðrik og Ómar hafa fylgt Hebba frá morgni til kvölds.mynd/skjáskot úr heimildarmyndEins og flestir vita er sjaldan lognmolla í kringum Herbert enda maðurinn þekktur fyrir að vera mikill gleðigjafi. Myndin sýnir þó ekki bara gleðistundirnar því í henni er einnig að finna erfið augnablik. Varpað verður ljósi á líf og drauma, sigra og ósigra Herberts. Hann hefur til dæmis orðið gjaldþrota, á að baki brotin hjónabönd, fíkniefnavanda, atvinnuleysi og einelti en hann hefur aldrei misst móðinn. „Myndin verður opinská og hreinskilin, það verður sagt frá öllu. Það koma móment þarna sem eru erfið, bæði ófarir og gaman,“ segir Herbert. „Þetta er í raun ferðasaga hans, þar sem við fylgjum honum í nútímanum og svo flassbakk aftur í tímann. Mér fannst á köflum erfitt að taka upp sumar senurnar, þær sem mér fannst erfitt að horfa upp á,“ bætir Friðrik við. En komu aldrei upp vandræðaleg augnablik á þessum tíma sem myndavélarnar voru á okkar manni? „Jújú, það koma alveg upp vandræðaleg móment, ég meina, lífið getur alveg verið vandræðalegt,“ segir Herbert. „Okkur var til dæmis hent út af árshátíð hjá einhverjum banka í Hörpu, það komu öryggisverðir og hentu okkur út. Við máttum ekki taka upp þar inni,“ bætir Ómar við.Herbert hefur komið víða við á sínum langa ferli.mynd/skjáskot úr heimildarmyndHugmyndin á bak við heimildarmyndina kemur frá þeim þremur í sameiningu en þó má rekja grunnhugmyndina til ársins 2010, þegar Friðrik bjó til tónlistarmyndband fyrir Herbert við lagið Time. „Við fórum eitthvað að ræða þetta þegar við gerðum myndbandið við lagið Time. Þetta vatt svo upp á sig og í framhaldinu fórum við Ómar að búa til handrit að myndinni,“ segir Friðrik. „Svo má eiginlega segja að þetta hafi spilast af sjálfu sér. Það er engin pressa á okkur, það eru engin peningaöfl á bak við okkur þannig að þetta hefur verið nokkuð þægilegt, þannig séð,“ bætir Ómar við. Þeir fengu ekki styrk úr Kvikmyndasjóði og hafa því ákveðið að hefja söfnun á síðunni Karolina Fund, þar sem fólk getur lagt hönd á plóg svo þeir félagar geti fullklárað myndina. „Við byrjuðum nánast á vitlausum enda, og byrjuðum bara á bjartsýninni og gleðinni. Þetta hefur bara undið upp á sig, við vorum ekki búnir að hugsa þetta svona stórt í byrjun,“ segir Friðrik. Fólk getur orðið að meðframleiðanda í opnunarkrediti myndarinnar ef það leggur söfnuninni lið með ákveðinni upphæð og þá eru miðar á myndina sem og ýmislegt annað í boði fyrir þá sem leggja hönd á plóg. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi síðar á árinu. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á gerð heimildarmyndarinnar Can't Walk Away, þar sem fjallað er um tónlistarmanninn og sölumanninn ástsæla Herbert Guðmundsson. Í myndinni er farið yfir víðan völl og hafa þeir Ómar Örn Sverrisson og Friðrik Grétarsson, sem vinna myndina, fylgt Herberti eftir undanfarin fimm ár með myndavél að vopni. „Við erum búnir að elta hann meira og minna í fimm ár. Þetta hefur verið mjög áhugavert og litríkt enda Herbert litríkur karakter,“ segir Ómar Örn. „Þeir eru búnir að elta mig í gigg hingað og þangað, einkapartí í heimahúsum, böll, í gymmið, á opinbera staði og svo erum við búnir að fara upp á RÚV og höfum fengið þar fullt af efni sem verður notað,“ bætir Herbert við léttur í lund. „Við höfum myndað hans daglega líf og höfum verið að elta hann alveg frá því hann vaknar á morgnana og þangað til hann fer að sofa nánast,“ segir Friðrik.Friðrik og Ómar hafa fylgt Hebba frá morgni til kvölds.mynd/skjáskot úr heimildarmyndEins og flestir vita er sjaldan lognmolla í kringum Herbert enda maðurinn þekktur fyrir að vera mikill gleðigjafi. Myndin sýnir þó ekki bara gleðistundirnar því í henni er einnig að finna erfið augnablik. Varpað verður ljósi á líf og drauma, sigra og ósigra Herberts. Hann hefur til dæmis orðið gjaldþrota, á að baki brotin hjónabönd, fíkniefnavanda, atvinnuleysi og einelti en hann hefur aldrei misst móðinn. „Myndin verður opinská og hreinskilin, það verður sagt frá öllu. Það koma móment þarna sem eru erfið, bæði ófarir og gaman,“ segir Herbert. „Þetta er í raun ferðasaga hans, þar sem við fylgjum honum í nútímanum og svo flassbakk aftur í tímann. Mér fannst á köflum erfitt að taka upp sumar senurnar, þær sem mér fannst erfitt að horfa upp á,“ bætir Friðrik við. En komu aldrei upp vandræðaleg augnablik á þessum tíma sem myndavélarnar voru á okkar manni? „Jújú, það koma alveg upp vandræðaleg móment, ég meina, lífið getur alveg verið vandræðalegt,“ segir Herbert. „Okkur var til dæmis hent út af árshátíð hjá einhverjum banka í Hörpu, það komu öryggisverðir og hentu okkur út. Við máttum ekki taka upp þar inni,“ bætir Ómar við.Herbert hefur komið víða við á sínum langa ferli.mynd/skjáskot úr heimildarmyndHugmyndin á bak við heimildarmyndina kemur frá þeim þremur í sameiningu en þó má rekja grunnhugmyndina til ársins 2010, þegar Friðrik bjó til tónlistarmyndband fyrir Herbert við lagið Time. „Við fórum eitthvað að ræða þetta þegar við gerðum myndbandið við lagið Time. Þetta vatt svo upp á sig og í framhaldinu fórum við Ómar að búa til handrit að myndinni,“ segir Friðrik. „Svo má eiginlega segja að þetta hafi spilast af sjálfu sér. Það er engin pressa á okkur, það eru engin peningaöfl á bak við okkur þannig að þetta hefur verið nokkuð þægilegt, þannig séð,“ bætir Ómar við. Þeir fengu ekki styrk úr Kvikmyndasjóði og hafa því ákveðið að hefja söfnun á síðunni Karolina Fund, þar sem fólk getur lagt hönd á plóg svo þeir félagar geti fullklárað myndina. „Við byrjuðum nánast á vitlausum enda, og byrjuðum bara á bjartsýninni og gleðinni. Þetta hefur bara undið upp á sig, við vorum ekki búnir að hugsa þetta svona stórt í byrjun,“ segir Friðrik. Fólk getur orðið að meðframleiðanda í opnunarkrediti myndarinnar ef það leggur söfnuninni lið með ákveðinni upphæð og þá eru miðar á myndina sem og ýmislegt annað í boði fyrir þá sem leggja hönd á plóg. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi síðar á árinu.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira