Íslenski boltinn

Rakel: Farin heim að sofa

Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar
Rakel átti góðan leik í kvöld.
Rakel átti góðan leik í kvöld. vísir/anton
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld.

„Þetta er ógeðslega skemmtilegt, ég er ekkert smá glöð og ótrúlega þreytt,“ sagði skælbrosandi Rakel í samtali við Vísi að leik loknum.

Breiðablik fékk óskabyrjun á leiknum þegar Olivia Chance skoraði strax á 2. mínútu leiksins og litu ekki um öxl eftir það.

„Það er auðvitað mjög gott að fá svona mark strax í byrjun á svona leikjum, það róar taugarnar. Þetta er stór leikur og margir stressaðir. Þetta róaði okkur niður og við gátum aðeins slakað á,“ bætti Rakel við.

Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel og lengi í stúkunni en ef eitthvað var að marka það sem Rakel sagði eftir þá ætlar hún lítið að taka þátt í fagnaðarlátunum.

„Ég er farin heim að sofa, ég er alveg búinn á því,“ sagði Rakel áður en hún hljóp að fagna með liðsfélögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×