Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk Gústafsdóttir gerði frábæra hluti í lauginni í Ríó í nótt. Vísir/Anton Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. Eygló Ósk átti nánast fullkomið sund, bætti Íslandsmet sitt um tuttugu sekúndubrot og sýndi og sannaða enn án ný að hún er ein af bestu baksundskonum heims.Sjá einnig:Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Áður hafði Hrafnhildur Lúthersdóttir náð sjötta sætinu í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir sitt úrslitasund aðra nótt en aðeins einn annar sundmaður hafði komist áður svona langt fyrir þessa leika í Ríó. Örn Arnarson komst í úrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er svo geðveikt fyrir sundið á Íslandi. Ég vona svo mikið til þess að þetta hvetji alla krakka á Íslandi til að gefa allt sitt í það sem þau eru að gera. Leggi allan sinn metnað í þetta því þá geta þau gert allt sem þau vilja," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir sundið í nótt.Sjá einnig:Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Íþróttamaður ársins 2015 notaði tækifærið eftir frábært Íslandsmetssund sitt til að höfða til ungra krakkana heima. Hún beindi orðum sínum nefnilega sérstaklega til þeirra og vill að þau trúi og leggi allan metnað sinn í að verða góð í því sem þau eru að gera. „Þótt þið séuð frá Íslandi og eruð að æfa á Íslandi þá skiptir það ekki máli. Ég er að æfa á Íslandi. Ég hef borðað íslenskan mat og þarf að lifa á veturna á Íslandi. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú ert að gera eða hvar þú býrð. Ef þú gefur allt í þetta þá áttu að geta hvað sem þú vilt," sagði Eygló Ósk. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. Eygló Ósk átti nánast fullkomið sund, bætti Íslandsmet sitt um tuttugu sekúndubrot og sýndi og sannaða enn án ný að hún er ein af bestu baksundskonum heims.Sjá einnig:Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Áður hafði Hrafnhildur Lúthersdóttir náð sjötta sætinu í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir sitt úrslitasund aðra nótt en aðeins einn annar sundmaður hafði komist áður svona langt fyrir þessa leika í Ríó. Örn Arnarson komst í úrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er svo geðveikt fyrir sundið á Íslandi. Ég vona svo mikið til þess að þetta hvetji alla krakka á Íslandi til að gefa allt sitt í það sem þau eru að gera. Leggi allan sinn metnað í þetta því þá geta þau gert allt sem þau vilja," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir sundið í nótt.Sjá einnig:Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Íþróttamaður ársins 2015 notaði tækifærið eftir frábært Íslandsmetssund sitt til að höfða til ungra krakkana heima. Hún beindi orðum sínum nefnilega sérstaklega til þeirra og vill að þau trúi og leggi allan metnað sinn í að verða góð í því sem þau eru að gera. „Þótt þið séuð frá Íslandi og eruð að æfa á Íslandi þá skiptir það ekki máli. Ég er að æfa á Íslandi. Ég hef borðað íslenskan mat og þarf að lifa á veturna á Íslandi. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú ert að gera eða hvar þú býrð. Ef þú gefur allt í þetta þá áttu að geta hvað sem þú vilt," sagði Eygló Ósk.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Sjá meira