Var ég ekki búinn að vara við þessu? Þórlindur Kjartansson skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Var ég ekki búinn að segja þér að það færi að rigna ef þú færir ekki í pollagallann þinn?“ Það er ekki óalgengt að heyra svona röksemdafærslu hjá foreldrum sem eru orðnir þreyttir á því að rífast við börnin sín um í hvaða fötum þau eigi að fara út. Fyrir foreldrunum vakir tvennt; annars vegar hreinræktuð umhyggja fyrir barninu og hins vegar tilraun til þess að sýna barninu fram á að það sé alltaf rétt að gera það sem pabbi og mamma segja og það komi þeim sjálfum í koll ef þau þráast við. Regn—og helst algjört úrhelli—er því bókstafleg himnasending fyrir foreldra sem hafa gefist upp á að þjarka við börnin sín um pollagallann. Best af öllu er ef barnið fær það einhvern veginn á tilfinninguna að regnið sjálft sé refsing fyrir óhlýðnina og að foreldrarnir hafi einhverja yfirnáttúrulega stjórn á náttúruöflunum. Röksemdafærslan stenst vitaskuld engan veginn skoðun, og það vita líka foreldrarnir sem segja þessa hluti. Óhlýðni barnanna hefur ekki raunverulega áhrif á veðurfarið, en í okkur flestum lúrir samt svona hjátrú. Einhvern veginn endar alltaf með því að þegar maður sleppir því að taka dúnúlpuna með til Kanaríeyja þá frýs þar í fyrsta skipti frá því sögur hófust, og einmitt þegar maður ákveður að skilja símann eftir heima þegar maður fer í gönguferð þá er hringt frá Bylgjunni til þess að gefa manni ársbirgðir af pitsum.Blíðviðrisbónus Stjórnmálamenn eiga oft sérlega erfitt með að neita sér um þá freistingu að nýta sér þessa rökvillu. Þegar eitthvað gott gerist í samfélaginu þá má slá því föstu að sitjandi stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tengja hin jákvæðu tíðindi við sína eigin stjórnvisku og framsýni. Ef eitthvað slæmt gerist þá hafa þeir vitaskuld á reiðum höndum útskýringar á því hvernig allt slíkt skrifist á fortíðarvanda—en stjórnarandstaðan hrópar út um allt: „Þarna sjáið þið hvað gerist ef þið kjósið okkur ekki.“ Og við erum einföld. Þegar allt gengur vel þá fá sitjandi stjórnvöld hluta af þakklætinu jafnvel þótt það sé ekki augljóst að rekja megi velmegunina beint til þeirra. Hér á Íslandi hefur meira að segja verið sýnt fram á eins konar blíðviðrisbónus í kosningum, þar sem sitjandi borgarstjórnarmeirihluta gengur betur ef veðrið er gott á kjördag. Svona erum við gáfuð.Makríllinn hatar ESB Eftir því sem deiluefni stjórnmálanna verða stórbrotnari og langvinnari, þeim mun meira reyna stjórnmálamenn að sýna fram á að afstaðan til þeirra hafi úrslitaáhrif á allt annað. Evrópusambandið og Icesave eru dæmi um það. Stjórnmálamenn sem eru svo heppnir að góðir hlutir gerast í kjölfar þess að skoðanir þeirra verða ofan á í stórum deiluefnum njóta þess að fólk hefur tilhneigingu til þess að draga þá ályktun að góðu hlutina megi rekja beint til niðurstöðunnar í deilumálinu. Þeir sem eru harðastir andstæðingar ESB og stóðu fastast í Icesave-deilunni njóta þess að á síðustu árum hefur margt gengið Íslandi í hag. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvort makríllinn hefði hætt við að ganga inn í lögsögu Íslands ef Ísland hefði gengið í Evrópusambandið, nema að hann hafi beinlínis verið að flýja Evrópusambandið. Og það er heldur ekki líklegt að hundruð þúsunda ferðamanna hefðu ákveðið að koma til Íslands fyrst og fremst af því að það var ekki samið í Icesave-deilunni. En stjórnmálamenn geta líka verið óheppnir. Ef einhverjar óviðráðanlegar ytri aðstæður hefðu valdið djúpri kreppu á Íslandi á síðustu árum, eða ef dómsmálið í Icesave hefði tapast, má slá því föstu að ESB-sinnar og þeir sem voru sáttfúsir í Icesave-málinu myndu nýta hvert tækifæri til þess að tengja hörmungarnar við niðurstöðuna í þeim málum, jafnvel þótt ekkert röklegt samhengi væri þar á milli. Þar með er ekki sagt að ESB-andstæðingar hafi ekki haft betri málstað en hinir. Einungis að veröldin er flóknari en svo að hægt sé að rekja alla þróun síðustu ára til tveggja pólitískra deilumála.Hátíð hæpinnar rökfræði Nú þegar líður að kosningum upphefst enn á ný hátíð hinnar hæpnu rökfræði. Sitjandi stjórnvöld mála raunveruleikann í háglans með glimmer, en minnihlutinn reynir að telja okkur trú um að á Íslandi ríki svartnætti vansældar, fátæktar, misskiptingar og mengunar og að nú séu síðustu forvöð að bjarga þjóðinni frá kollsteypu og hörmungum. Það mun fara minna fyrir umræðu á þeim nótum að nánast allir valkostir í stjórnmálum fela í sér ólíka blöndu af kostum og göllum, áhættu og öryggi. Það hentar stjórnmálamönnum betur að draga frekar stórar línur um að einn valkostur sé algjörlega réttur og hinn sé algjörlega rangur—þeir sem séu sammála manni sjái ljósið, en hinir vaði í villu og myrkri. Algjör og skilyrðislaus hollusta við stjórnmálaflokk er auðvitað miklu þægilegri fyrir pólitíkusana heldur en að fólk sé almennt að velta hlutunum fyrir sér á eigin forsendum.Bölvuð sólin skemmir allt Hið sama gildir vitaskuld um blessuð börnin sem reynt er að troða í regngalla gegn vilja sínum. Fyrir þeim kann frelsið til þess að hreyfa sig betur að vega þyngra heldur en áhættan á því að blotna aðeins í rigningu. Foreldrarnir eru hins vegar í sömu stöðu og stjórnmálamennirnir. Það eina sem skiptir máli er að þeir hafi rétt fyrir sér og að barninu lærist það smám saman að draga ekki í efa að því sé fyrir bestu að hlýða möglunarlaust. Þess vegna er það verst af öllu fyrir foreldrana ef sólin brýst í gegnum skýin og barnið getur bent á að allur þessi slagur um pollagallann hafi verið algjörlega óþarfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Var ég ekki búinn að segja þér að það færi að rigna ef þú færir ekki í pollagallann þinn?“ Það er ekki óalgengt að heyra svona röksemdafærslu hjá foreldrum sem eru orðnir þreyttir á því að rífast við börnin sín um í hvaða fötum þau eigi að fara út. Fyrir foreldrunum vakir tvennt; annars vegar hreinræktuð umhyggja fyrir barninu og hins vegar tilraun til þess að sýna barninu fram á að það sé alltaf rétt að gera það sem pabbi og mamma segja og það komi þeim sjálfum í koll ef þau þráast við. Regn—og helst algjört úrhelli—er því bókstafleg himnasending fyrir foreldra sem hafa gefist upp á að þjarka við börnin sín um pollagallann. Best af öllu er ef barnið fær það einhvern veginn á tilfinninguna að regnið sjálft sé refsing fyrir óhlýðnina og að foreldrarnir hafi einhverja yfirnáttúrulega stjórn á náttúruöflunum. Röksemdafærslan stenst vitaskuld engan veginn skoðun, og það vita líka foreldrarnir sem segja þessa hluti. Óhlýðni barnanna hefur ekki raunverulega áhrif á veðurfarið, en í okkur flestum lúrir samt svona hjátrú. Einhvern veginn endar alltaf með því að þegar maður sleppir því að taka dúnúlpuna með til Kanaríeyja þá frýs þar í fyrsta skipti frá því sögur hófust, og einmitt þegar maður ákveður að skilja símann eftir heima þegar maður fer í gönguferð þá er hringt frá Bylgjunni til þess að gefa manni ársbirgðir af pitsum.Blíðviðrisbónus Stjórnmálamenn eiga oft sérlega erfitt með að neita sér um þá freistingu að nýta sér þessa rökvillu. Þegar eitthvað gott gerist í samfélaginu þá má slá því föstu að sitjandi stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tengja hin jákvæðu tíðindi við sína eigin stjórnvisku og framsýni. Ef eitthvað slæmt gerist þá hafa þeir vitaskuld á reiðum höndum útskýringar á því hvernig allt slíkt skrifist á fortíðarvanda—en stjórnarandstaðan hrópar út um allt: „Þarna sjáið þið hvað gerist ef þið kjósið okkur ekki.“ Og við erum einföld. Þegar allt gengur vel þá fá sitjandi stjórnvöld hluta af þakklætinu jafnvel þótt það sé ekki augljóst að rekja megi velmegunina beint til þeirra. Hér á Íslandi hefur meira að segja verið sýnt fram á eins konar blíðviðrisbónus í kosningum, þar sem sitjandi borgarstjórnarmeirihluta gengur betur ef veðrið er gott á kjördag. Svona erum við gáfuð.Makríllinn hatar ESB Eftir því sem deiluefni stjórnmálanna verða stórbrotnari og langvinnari, þeim mun meira reyna stjórnmálamenn að sýna fram á að afstaðan til þeirra hafi úrslitaáhrif á allt annað. Evrópusambandið og Icesave eru dæmi um það. Stjórnmálamenn sem eru svo heppnir að góðir hlutir gerast í kjölfar þess að skoðanir þeirra verða ofan á í stórum deiluefnum njóta þess að fólk hefur tilhneigingu til þess að draga þá ályktun að góðu hlutina megi rekja beint til niðurstöðunnar í deilumálinu. Þeir sem eru harðastir andstæðingar ESB og stóðu fastast í Icesave-deilunni njóta þess að á síðustu árum hefur margt gengið Íslandi í hag. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvort makríllinn hefði hætt við að ganga inn í lögsögu Íslands ef Ísland hefði gengið í Evrópusambandið, nema að hann hafi beinlínis verið að flýja Evrópusambandið. Og það er heldur ekki líklegt að hundruð þúsunda ferðamanna hefðu ákveðið að koma til Íslands fyrst og fremst af því að það var ekki samið í Icesave-deilunni. En stjórnmálamenn geta líka verið óheppnir. Ef einhverjar óviðráðanlegar ytri aðstæður hefðu valdið djúpri kreppu á Íslandi á síðustu árum, eða ef dómsmálið í Icesave hefði tapast, má slá því föstu að ESB-sinnar og þeir sem voru sáttfúsir í Icesave-málinu myndu nýta hvert tækifæri til þess að tengja hörmungarnar við niðurstöðuna í þeim málum, jafnvel þótt ekkert röklegt samhengi væri þar á milli. Þar með er ekki sagt að ESB-andstæðingar hafi ekki haft betri málstað en hinir. Einungis að veröldin er flóknari en svo að hægt sé að rekja alla þróun síðustu ára til tveggja pólitískra deilumála.Hátíð hæpinnar rökfræði Nú þegar líður að kosningum upphefst enn á ný hátíð hinnar hæpnu rökfræði. Sitjandi stjórnvöld mála raunveruleikann í háglans með glimmer, en minnihlutinn reynir að telja okkur trú um að á Íslandi ríki svartnætti vansældar, fátæktar, misskiptingar og mengunar og að nú séu síðustu forvöð að bjarga þjóðinni frá kollsteypu og hörmungum. Það mun fara minna fyrir umræðu á þeim nótum að nánast allir valkostir í stjórnmálum fela í sér ólíka blöndu af kostum og göllum, áhættu og öryggi. Það hentar stjórnmálamönnum betur að draga frekar stórar línur um að einn valkostur sé algjörlega réttur og hinn sé algjörlega rangur—þeir sem séu sammála manni sjái ljósið, en hinir vaði í villu og myrkri. Algjör og skilyrðislaus hollusta við stjórnmálaflokk er auðvitað miklu þægilegri fyrir pólitíkusana heldur en að fólk sé almennt að velta hlutunum fyrir sér á eigin forsendum.Bölvuð sólin skemmir allt Hið sama gildir vitaskuld um blessuð börnin sem reynt er að troða í regngalla gegn vilja sínum. Fyrir þeim kann frelsið til þess að hreyfa sig betur að vega þyngra heldur en áhættan á því að blotna aðeins í rigningu. Foreldrarnir eru hins vegar í sömu stöðu og stjórnmálamennirnir. Það eina sem skiptir máli er að þeir hafi rétt fyrir sér og að barninu lærist það smám saman að draga ekki í efa að því sé fyrir bestu að hlýða möglunarlaust. Þess vegna er það verst af öllu fyrir foreldrana ef sólin brýst í gegnum skýin og barnið getur bent á að allur þessi slagur um pollagallann hafi verið algjörlega óþarfur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun