Þormóður: Super Bowl júdómanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður í Ríó. vísir/anton Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti