Matthías Orri Sigurðarson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við ÍR og mun því spila á ný í Domino´s deild karla í körfubolta næsta vetur.
Matthías Orri var einn besti leikstjórnandi deildarinnar þegar hann spilað síðast í Domino´s deildinni veturinn 2014-15.
Guðni Carrico, stjórnarmaður ÍR, er staddur hjá Matthíasi Orra út í Bandaríkjunum þar sem þeir gengu frá samningnum í dag.
Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir ÍR-inga en þetta er ekki fyrsti öflugi leikmaður sem kemur til liðsins. Stefán Karel Torfason, miðherji Snæfells, samdi við liðið á dögunum.
Matthías Orri Sigurðarson er 21 árs leikstjórnandi sem átti tvö mjög góð tímabil með ÍR-liðinu áður en hann fór út til Bandaríkjanna í skóla.
Matthías Orri var með 19,2 stig, 5,6 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í Domino´s deild karla veturinn 2014-15 en tímabilið á undan var strákurinn með 16,8 stig, 6,1 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali.
Matthías Orri er yngri bróðir landsliðsmannsins Jakobs Arnar Sigurðarsonar og spilaði upp alla yngri flokka með KR. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR tímabilið 2010-11 en var þá í mjög litlu hlutverki.
Matthías Orri ákvað að fara frekar yfir í ÍR þegar KR-ingar fengu Pavel Ermolinskik aftur til baka úr atvinnumennsku og hann blómstraði í leikstjórnendastöðunni hjá ÍR fyrrnnefnd tvö tímabil. Matthías Orri ætti að geta að hjálpað ÍR-ingum að vinna sér aftur sæti í úrslitakeppninni þar sem þeir hafa ekki verið undanfarin fimm ár.
Matthías Orri aftur til ÍR-inga
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn

