Ungfrú mannréttindi 2016 María Bjarnadóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Tjáningarfrelsið hefur lengi verið uppáhaldsmannréttindi mín. Það er ástríðufullt, hávært og alltaf að lenda í vandræðum með mörk. Allt eiginleikar sem ég tengi við. Væri mannréttindum líkt við fegurðarsamkeppni, yrði tjáningarfrelsið oftast vinsælasta stúlkan, a.m.k í vestrænum ríkjum. Það kæmist þó sjaldan á verðlaunapall, því að það er oft subbulegt, dónalegt og jafnvel ljótt. Þar að auki er stundum erfitt að hafa það óhamið innan um viðkvæm og brothætt réttindi eins og friðhelgi og félagafrelsi. Friðhelgi einkalífs er næstmestu uppáhaldsréttindin mín. Það er stúlkan sem varð í 4. sæti í Ungfrú Vesturland nánast barn að aldri, en flutti til útlanda, varð heimsfræg fyrirsæta og er búin að byggja sér alþjóðlegt fasteignaveldi skv. upplýsingum úr Panamaskjölunum. Á internetöld hefur það heldur betur fengið uppreist æru. Auðvitað ætti rétturinn til lífs alltaf að sigra í hverri keppni óháð tíma, stað eða rúmi, verandi sígild fegurð. En stundum er svindlað til þess að krýna til sigurs önnur atriði eins og landtöku hernuminna svæða eða gæslu forréttinda tiltekinna hópa. Það er óþolandi og grefur undan mannréttindum. Þó að ég sé mótfallin fegurðarsamkeppnum er valdefling kvenna mikilvæg og ekki mitt að dæma hvernig ungar konur vilja æfa sig í framkomu. Hins vegar leyfi ég mér að fullyrða að mannréttindi myndu ekki fara í fegurðarsamkeppni, þó þau takist oft hressilega á. Þau vilja nefnilega ekki bara heimsfrið eins og fegurðardrottningar, heldur eru þau og virðing fyrir þeim forsenda heimsfriðar. Þegar þau vinna vinnum við öll.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun
Tjáningarfrelsið hefur lengi verið uppáhaldsmannréttindi mín. Það er ástríðufullt, hávært og alltaf að lenda í vandræðum með mörk. Allt eiginleikar sem ég tengi við. Væri mannréttindum líkt við fegurðarsamkeppni, yrði tjáningarfrelsið oftast vinsælasta stúlkan, a.m.k í vestrænum ríkjum. Það kæmist þó sjaldan á verðlaunapall, því að það er oft subbulegt, dónalegt og jafnvel ljótt. Þar að auki er stundum erfitt að hafa það óhamið innan um viðkvæm og brothætt réttindi eins og friðhelgi og félagafrelsi. Friðhelgi einkalífs er næstmestu uppáhaldsréttindin mín. Það er stúlkan sem varð í 4. sæti í Ungfrú Vesturland nánast barn að aldri, en flutti til útlanda, varð heimsfræg fyrirsæta og er búin að byggja sér alþjóðlegt fasteignaveldi skv. upplýsingum úr Panamaskjölunum. Á internetöld hefur það heldur betur fengið uppreist æru. Auðvitað ætti rétturinn til lífs alltaf að sigra í hverri keppni óháð tíma, stað eða rúmi, verandi sígild fegurð. En stundum er svindlað til þess að krýna til sigurs önnur atriði eins og landtöku hernuminna svæða eða gæslu forréttinda tiltekinna hópa. Það er óþolandi og grefur undan mannréttindum. Þó að ég sé mótfallin fegurðarsamkeppnum er valdefling kvenna mikilvæg og ekki mitt að dæma hvernig ungar konur vilja æfa sig í framkomu. Hins vegar leyfi ég mér að fullyrða að mannréttindi myndu ekki fara í fegurðarsamkeppni, þó þau takist oft hressilega á. Þau vilja nefnilega ekki bara heimsfrið eins og fegurðardrottningar, heldur eru þau og virðing fyrir þeim forsenda heimsfriðar. Þegar þau vinna vinnum við öll.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.