Federer meiddist við það að gera baðið klárt fyrir dætur sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 11:00 Roger Federer eiginkonan Mirka Vavrinec og tvíburadæturnar Myla Rose og Charlene Riva. Vísir/Getty Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð. Tennis Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekkert spilað síðan í janúar eftir að hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Nú hefur Svisslendingurinn sagt heiminum frá því hvernig hann reif liðþófann í hnénu og það getur greinilega verið afdrifaríkt fyrir heimsklassa íþróttamenn að sinna pabbastörfum. Federer meiddist daginn eftir að hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitaleik opna ástralska mótsins en hann meiddist ekki í þeim leik eins og flestir voru búnir að giska á. „Ég var bara að fara láta renna í bað fyrir stelpurnar. Ég tók snögga hreyfingu og fann smell í hnénu. Ég fór síðan í dýragarðinn og þar var hnéð orðið mjög bólgið," sagði Roger Federer í viðtali við BBC. Roger Federer á tvíburadætur með Mirku Vavrinec sem er fyrrum tennisspilari. Stelpurnar heita Myla Rose og Charlene Riva og eru fæddar árið 2009. Þau Roger og Mirka eiga einnig saman tvíburastrákana Leo og Lennart sem eru fæddir árið 2014. Roger Federer var ánægður með hvernig aðgerðin tókst en talaði jafnframt um það að hann hafi verið mjög leiður að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. „Ég hélt að ég kæmist í gegnum ferilinn án þess að þurfa að fara í aðgerð. Þetta var mikið sjokk og auðvitað mikil vonbrigði," sagði Roger Federer sem hefur unnið sautján risamót á ferlinum. Roger Federer er orðinn 34 ára gamall en hann ætlar ekki að láta þessi meiðsli stoppa sig. Federer ætlar að keppa á opna mótinu í Miami og á að mæta Argentínumanninum Juan Martin del Potro í annarri umferð.
Tennis Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira