Innblásturinn kemur allstaðar að Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 09:00 Ali Reynolds segir sífelldar tilraunir vera það sem geri starfið skemmtilegt. Vísir/Ernir „Þegar ég var í háskóla í Nottingham byrjaði ég að vinna á bar og fór svo að reka bari aðeins síðar og hélt því áfram. Þú ert alltaf að hitta nýtt fólk, færð að vera skapandi og engir tveir dagar í vinnunni eru eins. Þetta er búin að vera skemmtileg ferð og núna ferðast ég um heiminn og bý til drykki sem ég er viss um að er draumur margra,“ segir barþjónninn Ali Reynolds sem staddur var hér á landi á dögunum að kenna námskeið í tengslum við World Class Bartending keppnina sem er ein stærsta og virtasta barþjónakeppni í heimi. Ísland tekur þátt í keppninni í fyrsta sinn í ár en hún fer fram næsta haust. Í fyrra var Ali í fjórða sæti í keppninni og atti kappi við þrjú þúsund aðra áhugasama barþjóna um að fá að fara sem fulltrúi Bretlands en hann starfar á veitinga- og kokteilastaðnum Hawksmoor í London. Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi búist við því að barþjónavinnan sem hann fékk í háskóla yrði til þess að hann ferðaðist um heiminn er hann fljótur að neita því. Á Hawksmoor er kokteilalistanum breytt mánaðarlega og segir Ali sífelldar tilraunir vera eitt af því skemmtilegasta við starfið. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Mér finnst það vera það góða við þennan bransa. Innblásturinn kemur alls staðar að,“ segir hann og heldur áfram: „Að ferðast og fá tækifæri til þess að sjá nýja hluti hjálpar auðvitað til og ég mun tvímælalaust taka einhvern innblástur með mér héðan frá Íslandi og heim.“ Ali er hrifinn af íslenskri kokteilamenningu sem hefur óumdeilanlega vaxið á síðustu árum. „Ég fór á nokkra bari í Reykjavík og ég veit ekki hversu mikið ég get raunverulega kennt þeim svo ég held ég verði bara gefa þeim ráð um hvernig á að vinna World Class keppnina,“ segir hann hlæjandi en hann kenndi námskeið fyrir íslenska barþjóna sem skráðir eru í keppnina. Áherslan á námskeiðinu var lögð á ávexti og plöntur en í því samhengi skipa árstíðirnar auðvitað stóran sess og hér á landi er hægt að vinna með ýmsar staðbundnar tegundir á borð við bláber og krækiber, blóðberg, birkilauf, hvönn og furu. Ali deildi tveimur uppskriftum með lesendum og þegar hann er inntur eftir ráðum fyrir þá sem hafa áhuga á kokteilagerð í heimahúsi er hann fljótur til svars: „Halda því einföldu. Ég var með námskeið í London um daginn um kokteilagerð í heimahúsum og ég held að fólk haldi að það þurfi að kaupa dýrar græjur og eiga alls konar líkjöra og brennda drykki en það er ekkert endilega málið,“ segir hann og bætir við að svo sé ýmislegt til heima við sem hægt sé að nýta í kokteilagerðina þó það liggi ekki endilega augum uppi í fyrstu. „Til dæmis ef þú hellir upp á te og tekur tepokann frá og hellir upp á annan umgang. Blandar svo te-inu í jöfnum hlutföllum við sykur þá ertu komin með prýðisgott tesíróp. Þú getur bætt því út í vodka eða gin, fyllt á með sódavatni og kreist sítrónu út í. Auðvelt!"Ginger Brew.Vísir/ErnirGinger Brew 3,5cl Tanqueray Ten 5 cl engifersíróp 5 cl sítrónusafi Fylla með pale ale (bjór) Engifersíróp: 2 hlutar sykur og einn hluti ferskur engifersafi. Hitað svo að sykur leysist upp og verður að sírópi.Grapefruit Picador.Vísir/ErnirGrapefruit Picador 4cl Don Julio Blanco 1,5 cl pink grapefruit sherbet 2,5 cl límónusafi Falernum og saffron Hrærið greiphýðið í 600 g af sykri til að olían úr berkinum blandist við sykurinn og látið standa í 20 mín. Kreistið safann úr greipinu eða um 30 cl af greipi og hrærið saman við sykurblönduna. Matur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Þegar ég var í háskóla í Nottingham byrjaði ég að vinna á bar og fór svo að reka bari aðeins síðar og hélt því áfram. Þú ert alltaf að hitta nýtt fólk, færð að vera skapandi og engir tveir dagar í vinnunni eru eins. Þetta er búin að vera skemmtileg ferð og núna ferðast ég um heiminn og bý til drykki sem ég er viss um að er draumur margra,“ segir barþjónninn Ali Reynolds sem staddur var hér á landi á dögunum að kenna námskeið í tengslum við World Class Bartending keppnina sem er ein stærsta og virtasta barþjónakeppni í heimi. Ísland tekur þátt í keppninni í fyrsta sinn í ár en hún fer fram næsta haust. Í fyrra var Ali í fjórða sæti í keppninni og atti kappi við þrjú þúsund aðra áhugasama barþjóna um að fá að fara sem fulltrúi Bretlands en hann starfar á veitinga- og kokteilastaðnum Hawksmoor í London. Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi búist við því að barþjónavinnan sem hann fékk í háskóla yrði til þess að hann ferðaðist um heiminn er hann fljótur að neita því. Á Hawksmoor er kokteilalistanum breytt mánaðarlega og segir Ali sífelldar tilraunir vera eitt af því skemmtilegasta við starfið. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Mér finnst það vera það góða við þennan bransa. Innblásturinn kemur alls staðar að,“ segir hann og heldur áfram: „Að ferðast og fá tækifæri til þess að sjá nýja hluti hjálpar auðvitað til og ég mun tvímælalaust taka einhvern innblástur með mér héðan frá Íslandi og heim.“ Ali er hrifinn af íslenskri kokteilamenningu sem hefur óumdeilanlega vaxið á síðustu árum. „Ég fór á nokkra bari í Reykjavík og ég veit ekki hversu mikið ég get raunverulega kennt þeim svo ég held ég verði bara gefa þeim ráð um hvernig á að vinna World Class keppnina,“ segir hann hlæjandi en hann kenndi námskeið fyrir íslenska barþjóna sem skráðir eru í keppnina. Áherslan á námskeiðinu var lögð á ávexti og plöntur en í því samhengi skipa árstíðirnar auðvitað stóran sess og hér á landi er hægt að vinna með ýmsar staðbundnar tegundir á borð við bláber og krækiber, blóðberg, birkilauf, hvönn og furu. Ali deildi tveimur uppskriftum með lesendum og þegar hann er inntur eftir ráðum fyrir þá sem hafa áhuga á kokteilagerð í heimahúsi er hann fljótur til svars: „Halda því einföldu. Ég var með námskeið í London um daginn um kokteilagerð í heimahúsum og ég held að fólk haldi að það þurfi að kaupa dýrar græjur og eiga alls konar líkjöra og brennda drykki en það er ekkert endilega málið,“ segir hann og bætir við að svo sé ýmislegt til heima við sem hægt sé að nýta í kokteilagerðina þó það liggi ekki endilega augum uppi í fyrstu. „Til dæmis ef þú hellir upp á te og tekur tepokann frá og hellir upp á annan umgang. Blandar svo te-inu í jöfnum hlutföllum við sykur þá ertu komin með prýðisgott tesíróp. Þú getur bætt því út í vodka eða gin, fyllt á með sódavatni og kreist sítrónu út í. Auðvelt!"Ginger Brew.Vísir/ErnirGinger Brew 3,5cl Tanqueray Ten 5 cl engifersíróp 5 cl sítrónusafi Fylla með pale ale (bjór) Engifersíróp: 2 hlutar sykur og einn hluti ferskur engifersafi. Hitað svo að sykur leysist upp og verður að sírópi.Grapefruit Picador.Vísir/ErnirGrapefruit Picador 4cl Don Julio Blanco 1,5 cl pink grapefruit sherbet 2,5 cl límónusafi Falernum og saffron Hrærið greiphýðið í 600 g af sykri til að olían úr berkinum blandist við sykurinn og látið standa í 20 mín. Kreistið safann úr greipinu eða um 30 cl af greipi og hrærið saman við sykurblönduna.
Matur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira