Heimurinn er ekki eins og hátísku-eldhús Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Fyrir rúmu ári var því fagnað að aldarfjórðungur var liðinn frá falli Berlínarmúrsins og endalokum kalda stríðsins. Skugga bar á hátíðahöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Æ erfiðara verður að hunsa varnaðarorð Gorbatsjov og fleiri sem óskhyggju gamalla kaldastríðsjaxla sem komust aldrei yfir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar í ljós kom að heimurinn er ekki eins og hátísku-eldhús: Svartur og hvítur, sléttur og felldur, markaður skýrum línum sem hanga saman á hörðum nöglum og einfaldri hugmyndafræði. Fréttir vikunnar voru eins og blautar draumfarir Styrmis Gunnars og Björns Bjarna: Bretar hyggjast tvöfalda stærð flotans sem þeir leggja til Nató; Rússar stunda njósnir í Noregi; Nató íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Austur-Evrópu. Og klæmaxið: Bandaríski herinn daðrar við að koma sér aftur fyrir á Miðnesheiði. Fyrir þeim sem ólust ekki upp við yfirvofandi innrás Rauða hersins er ógnin um nýtt kalt stríð dálítið eins og ógnin um að sogast inn í sjónvarpstækið sitt. Hugtakið kalda stríðið vekur meiri hugrenningatengsl við sovéska boxarann Ivan Drago, fjandmann Rocky, en menn eins og Krústsjov og Brésnev. En kannski eru hugrenningatengsl við skáldskap einmitt ekki svo fjarri lagi þegar kemur að kalda stríðinu.Óvenjulegt verkefni Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að leiðtogafundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbatsjov lauk í Reykjavík í október 1986 hringdi Reagan í Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, til að gefa henni skýrslu. Á fundinum höfðu Reagan og Gorbatsjov meðal annars rætt afvopnunarmál. Fundinum var hins vegar slitið án niðurstöðu. Í símtalinu setti Reagan járnfrúnni fyrir óvenjulegt verkefni. Nýlega var leynd létt af skjölum Charles Powell, fyrrum ráðgjafa Margrétar Thatcher í utanríkismálum. Í minnisblaði sem merkt er „leyndarmál“ kemur fram hvað Reagan og Thatcher fór á milli eftir fundinn í Höfða. Powell greinir frá að þau hafi rætt fækkun kjarnavopna, mál sem forsetanum var hugleikið en Thatcher var alfarið á móti. „Þegar forsætisráðherrann ítrekaði hversu mikilvæg kjarnavopn væru vegna fælingarmáttar þeirra í ljósi yfirburða Rússa á sviði hefðbundins herafla voru svör forsetans loðin,“ skrifar Powell. „Hann sýndi engin merki þess að hann hygðist víkja frá hugmyndum sínum um að vinna að því marki að losa heiminn við kjarnavopn innan tíu ára.“ Reagan var mjög í mun að hjálpa Thatcher að átta sig á ásetningi Sovétmanna og hugsunarhætti þeirra. Í leynilega minnisblaðinu segir Powell að Reagan hafi ítrekað reynt að fá Thatcher til að lesa bók eftir bandaríska spennusagnahöfundinn Tom Clancy sem kallaðist Red Storm Rising í þeim tilgangi að auka á skilning hennar. „Honum þótti greinilega mikið til bókarinnar koma,“ hafði Powell á orði.Rykfallnar skotgrafir Sæluhrollur fer eflaust um einhverja nú þegar glittir í gamlar átakalínur. Rykfallnar skotgrafirnar er þeim jafnljúft að heimsækja og æskuheimilið. Kannski að þar hvíli tilgangurinn sem týndist – já, og fylgið sem hvarf. En áður en leikar æsast er rétt að benda áhugasömum á að finna sér heldur fróun í Rocky IV – eða Tom Clancy – í stað þess að draga okkur hin með í pólitískan hildarleik. Sama hver endalok nýs kalds stríðs yrðu er niðurstaða átaka alltaf á einn veg – eða eins og Ivan Drago orðaði það: „Jú vill lús.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Fyrir rúmu ári var því fagnað að aldarfjórðungur var liðinn frá falli Berlínarmúrsins og endalokum kalda stríðsins. Skugga bar á hátíðahöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Æ erfiðara verður að hunsa varnaðarorð Gorbatsjov og fleiri sem óskhyggju gamalla kaldastríðsjaxla sem komust aldrei yfir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar í ljós kom að heimurinn er ekki eins og hátísku-eldhús: Svartur og hvítur, sléttur og felldur, markaður skýrum línum sem hanga saman á hörðum nöglum og einfaldri hugmyndafræði. Fréttir vikunnar voru eins og blautar draumfarir Styrmis Gunnars og Björns Bjarna: Bretar hyggjast tvöfalda stærð flotans sem þeir leggja til Nató; Rússar stunda njósnir í Noregi; Nató íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Austur-Evrópu. Og klæmaxið: Bandaríski herinn daðrar við að koma sér aftur fyrir á Miðnesheiði. Fyrir þeim sem ólust ekki upp við yfirvofandi innrás Rauða hersins er ógnin um nýtt kalt stríð dálítið eins og ógnin um að sogast inn í sjónvarpstækið sitt. Hugtakið kalda stríðið vekur meiri hugrenningatengsl við sovéska boxarann Ivan Drago, fjandmann Rocky, en menn eins og Krústsjov og Brésnev. En kannski eru hugrenningatengsl við skáldskap einmitt ekki svo fjarri lagi þegar kemur að kalda stríðinu.Óvenjulegt verkefni Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að leiðtogafundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbatsjov lauk í Reykjavík í október 1986 hringdi Reagan í Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, til að gefa henni skýrslu. Á fundinum höfðu Reagan og Gorbatsjov meðal annars rætt afvopnunarmál. Fundinum var hins vegar slitið án niðurstöðu. Í símtalinu setti Reagan járnfrúnni fyrir óvenjulegt verkefni. Nýlega var leynd létt af skjölum Charles Powell, fyrrum ráðgjafa Margrétar Thatcher í utanríkismálum. Í minnisblaði sem merkt er „leyndarmál“ kemur fram hvað Reagan og Thatcher fór á milli eftir fundinn í Höfða. Powell greinir frá að þau hafi rætt fækkun kjarnavopna, mál sem forsetanum var hugleikið en Thatcher var alfarið á móti. „Þegar forsætisráðherrann ítrekaði hversu mikilvæg kjarnavopn væru vegna fælingarmáttar þeirra í ljósi yfirburða Rússa á sviði hefðbundins herafla voru svör forsetans loðin,“ skrifar Powell. „Hann sýndi engin merki þess að hann hygðist víkja frá hugmyndum sínum um að vinna að því marki að losa heiminn við kjarnavopn innan tíu ára.“ Reagan var mjög í mun að hjálpa Thatcher að átta sig á ásetningi Sovétmanna og hugsunarhætti þeirra. Í leynilega minnisblaðinu segir Powell að Reagan hafi ítrekað reynt að fá Thatcher til að lesa bók eftir bandaríska spennusagnahöfundinn Tom Clancy sem kallaðist Red Storm Rising í þeim tilgangi að auka á skilning hennar. „Honum þótti greinilega mikið til bókarinnar koma,“ hafði Powell á orði.Rykfallnar skotgrafir Sæluhrollur fer eflaust um einhverja nú þegar glittir í gamlar átakalínur. Rykfallnar skotgrafirnar er þeim jafnljúft að heimsækja og æskuheimilið. Kannski að þar hvíli tilgangurinn sem týndist – já, og fylgið sem hvarf. En áður en leikar æsast er rétt að benda áhugasömum á að finna sér heldur fróun í Rocky IV – eða Tom Clancy – í stað þess að draga okkur hin með í pólitískan hildarleik. Sama hver endalok nýs kalds stríðs yrðu er niðurstaða átaka alltaf á einn veg – eða eins og Ivan Drago orðaði það: „Jú vill lús.“
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun