Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 88-86 | Staðan jöfn eftir magnaða endurkomu Njarðvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2016 21:30 Vísir/Ernir Haukur Helgi Pálsson tryggði Njarðvík magnaðan endurkomu sigur á KR, 88-86, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld. Njarðvík var mest 24 stigum undir, 38-62, í upphafi seinni hálfleiks en náði að tryggja sér sigurinn með ótrúlegum endaspretti og jafnaði þar með metin í einvígi liðanna. Haukur Helgi skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, þ.á.m. sigurkörfuna þegar tæpar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Logi Gunnarsson var einnig frábær í leiknum, og þá sérstaklega í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 13 stig og hóf í raun endurkomu Njarðvíkinga. Þá skilaði Maciej Baginski 19 stigum af bekknum en 12 þeirra komu í lokaleikhlutanum sem Njarðvík vann 25-16. Darri Hilmarsson átti stórleik í liði KR og skoraði 28 stig en þau dugðu ekki til. Pavel Ermolinskij skoraði 17 stig og Michael Craion en hann fékk sína fjórðu villu eftir 11 sekúndna leik í seinni hálfleik sem hafði mikið að segja. Leikurinn í kvöld var allt öðruvísi en leikur eitt á mánudaginn. Sóknarleikur liðanna var miklu betri en varnarleikurinn ekki jafn sterkur. Njarðvíkingar voru sjóðheitir í byrjun leiks og hittu afar vel. Og þegar sex og hálf mínúta var liðin af fyrri hálfleik var liðið búið að skora meira en í öllum seinni hálfleiknum í fyrsta leiknum. Haukur Helgi og Logi drógu vagninn fyrir Njarðvík í sókninni en smám saman fundu KR-ingar leiðir til að stoppa þá og bættu um leið sinn eigin sóknarleik. Gestirnir skoruðu að vild og breyttu stöðunni úr 18-13 í 20-29 á síðustu sex mínútum 1. leikhluta. Njarðvíkurvörnin var einfaldlega ekki til staðar og réð ekkert við það þegar Pavel Ermolinskij keyrði inn í teiginn og setti boltann út á fría skotmenn. Darri Hilmarsson var sérlega góður en hann skoraði 10 stig í 1. leikhluta og 15 stig í fyrri hálfleik, líkt og Pavel. Njarðvíkingar gátu hvorki varist né tekið fráköst en í hálfleik var staðan í þeim tölfræðiþætti 26-7. Þar af tóku KR-ingar níu sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá Njarðvík. KR leiddi með níu stigum, 20-29, eftir 1. leikhluta og þeir héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta. Gestirnir hittu frábærlega (60% inni í teig og 46% utan hans) og Njarðvíkingar áttu engin svör í vörninni. Sóknarmegin hélt Haukur Helgi Njarðvíkingum á floti en hann gerði 16 stig í fyrri hálfleik, helmingi meira en næsti maður (Logi). Heimamenn söknuðu sárlega framlags frá Jeremy Atkinson sem fór halloka í baráttunni við Michael Craion undir körfunni. Atkinson, sem tók 24 fráköst í fyrsta leiknum, skoraði einungis tvö stig í fyrri hálfleik og tók eitt frákast. Hann lauk leik með fimm stig og átta fráköst. Njarðvík minnkaði muninn í sjö stig, 38-45, þegar Logi skoraði sín fyrstu og einu stig í 2. leikhluta. En KR-ingar kláruðu fyrri hálfleikinn á 10-0 spretti og fóru því með 17 stiga forystu, 38-55, til búningsherbergja. Craion opnaði dyrnar fyrir Njarðvík þegar hann fékk sína fjórðu villu í upphafi seinni hálfleiks en heimamenn voru lengi að þekkjast boðið og stíga inn fyrir. Það gerðist ekki fyrr en Logi tók til sinna ráða en landsliðsmaðurinn skoraði 13 stig í 3. leikhluta. Og þökk sé þessum stigum og bættum varnarleik byrjuðu Njarðvíkingar að minnka muninn. Þeir skoruðu 10 síðustu stigin í 3. leikhluta en Haukur Helgi minnkaði muninn í sjö stig, 63-70, með ótrúlegum flautuþrist. Í 4. leikhlutanum héldu Njarðvíkingar áfram að þjarma að gestunum sem héldu grænum þó í hæfilegri fjarlægð framan af. Helgi Már Magnússon kom KR 10 stigum yfir, 73-83, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en um mínútu síðar fékk Craion sína fimmtu villu og lauk þar með leik. Það nýttu Njarðvíkingar sér, skoruðu 15 af 18 síðustu stigum leiksins og Haukur Helgi kláraði svo dæmið með fallegu stökkskoti. KR hafði rúmar tvær sekúndur til að tryggja sér sigurinn en lokaskot Darra klikkaði. Lokatölur því 88-86, Njarðvík í vil.Logi: Það er mikil hefð í þessum klúbbi Logi Gunnarsson átti frábæran leik þegar Njarðvík jafnaði metin í einvíginu við KR í undanúrslitum Domino's deildarinnar í körfubolta í kvöld. "Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún á að vera. Þetta eru fjögur bestu lið landsins og þetta er rosalega jafnt," sagði Logi sem skoraði 13 stig í 3. leikhluta þegar Njarðvík hóf endurkomu sína sem skilaði að lokum sigri. "Þetta er Njarðvíkurhjartað, baráttuhjartað. Það er mikil hefð í þessum klúbbi og við gefumst aldrei upp," sagði landsliðsmaðurinn sem sagði það hafa breytt miklu þegar Michael Craion fékk sína 4. villu í upphafi seinni hálfleiks. "Það breytti miklu. Hann tekur mikið til sín og þegar hann fór út af opnaðist meira pláss fyrir okkur inni í teignum," sagði Logi að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - KRTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson tryggði Njarðvík magnaðan endurkomu sigur á KR, 88-86, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld. Njarðvík var mest 24 stigum undir, 38-62, í upphafi seinni hálfleiks en náði að tryggja sér sigurinn með ótrúlegum endaspretti og jafnaði þar með metin í einvígi liðanna. Haukur Helgi skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, þ.á.m. sigurkörfuna þegar tæpar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Logi Gunnarsson var einnig frábær í leiknum, og þá sérstaklega í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 13 stig og hóf í raun endurkomu Njarðvíkinga. Þá skilaði Maciej Baginski 19 stigum af bekknum en 12 þeirra komu í lokaleikhlutanum sem Njarðvík vann 25-16. Darri Hilmarsson átti stórleik í liði KR og skoraði 28 stig en þau dugðu ekki til. Pavel Ermolinskij skoraði 17 stig og Michael Craion en hann fékk sína fjórðu villu eftir 11 sekúndna leik í seinni hálfleik sem hafði mikið að segja. Leikurinn í kvöld var allt öðruvísi en leikur eitt á mánudaginn. Sóknarleikur liðanna var miklu betri en varnarleikurinn ekki jafn sterkur. Njarðvíkingar voru sjóðheitir í byrjun leiks og hittu afar vel. Og þegar sex og hálf mínúta var liðin af fyrri hálfleik var liðið búið að skora meira en í öllum seinni hálfleiknum í fyrsta leiknum. Haukur Helgi og Logi drógu vagninn fyrir Njarðvík í sókninni en smám saman fundu KR-ingar leiðir til að stoppa þá og bættu um leið sinn eigin sóknarleik. Gestirnir skoruðu að vild og breyttu stöðunni úr 18-13 í 20-29 á síðustu sex mínútum 1. leikhluta. Njarðvíkurvörnin var einfaldlega ekki til staðar og réð ekkert við það þegar Pavel Ermolinskij keyrði inn í teiginn og setti boltann út á fría skotmenn. Darri Hilmarsson var sérlega góður en hann skoraði 10 stig í 1. leikhluta og 15 stig í fyrri hálfleik, líkt og Pavel. Njarðvíkingar gátu hvorki varist né tekið fráköst en í hálfleik var staðan í þeim tölfræðiþætti 26-7. Þar af tóku KR-ingar níu sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá Njarðvík. KR leiddi með níu stigum, 20-29, eftir 1. leikhluta og þeir héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta. Gestirnir hittu frábærlega (60% inni í teig og 46% utan hans) og Njarðvíkingar áttu engin svör í vörninni. Sóknarmegin hélt Haukur Helgi Njarðvíkingum á floti en hann gerði 16 stig í fyrri hálfleik, helmingi meira en næsti maður (Logi). Heimamenn söknuðu sárlega framlags frá Jeremy Atkinson sem fór halloka í baráttunni við Michael Craion undir körfunni. Atkinson, sem tók 24 fráköst í fyrsta leiknum, skoraði einungis tvö stig í fyrri hálfleik og tók eitt frákast. Hann lauk leik með fimm stig og átta fráköst. Njarðvík minnkaði muninn í sjö stig, 38-45, þegar Logi skoraði sín fyrstu og einu stig í 2. leikhluta. En KR-ingar kláruðu fyrri hálfleikinn á 10-0 spretti og fóru því með 17 stiga forystu, 38-55, til búningsherbergja. Craion opnaði dyrnar fyrir Njarðvík þegar hann fékk sína fjórðu villu í upphafi seinni hálfleiks en heimamenn voru lengi að þekkjast boðið og stíga inn fyrir. Það gerðist ekki fyrr en Logi tók til sinna ráða en landsliðsmaðurinn skoraði 13 stig í 3. leikhluta. Og þökk sé þessum stigum og bættum varnarleik byrjuðu Njarðvíkingar að minnka muninn. Þeir skoruðu 10 síðustu stigin í 3. leikhluta en Haukur Helgi minnkaði muninn í sjö stig, 63-70, með ótrúlegum flautuþrist. Í 4. leikhlutanum héldu Njarðvíkingar áfram að þjarma að gestunum sem héldu grænum þó í hæfilegri fjarlægð framan af. Helgi Már Magnússon kom KR 10 stigum yfir, 73-83, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en um mínútu síðar fékk Craion sína fimmtu villu og lauk þar með leik. Það nýttu Njarðvíkingar sér, skoruðu 15 af 18 síðustu stigum leiksins og Haukur Helgi kláraði svo dæmið með fallegu stökkskoti. KR hafði rúmar tvær sekúndur til að tryggja sér sigurinn en lokaskot Darra klikkaði. Lokatölur því 88-86, Njarðvík í vil.Logi: Það er mikil hefð í þessum klúbbi Logi Gunnarsson átti frábæran leik þegar Njarðvík jafnaði metin í einvíginu við KR í undanúrslitum Domino's deildarinnar í körfubolta í kvöld. "Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún á að vera. Þetta eru fjögur bestu lið landsins og þetta er rosalega jafnt," sagði Logi sem skoraði 13 stig í 3. leikhluta þegar Njarðvík hóf endurkomu sína sem skilaði að lokum sigri. "Þetta er Njarðvíkurhjartað, baráttuhjartað. Það er mikil hefð í þessum klúbbi og við gefumst aldrei upp," sagði landsliðsmaðurinn sem sagði það hafa breytt miklu þegar Michael Craion fékk sína 4. villu í upphafi seinni hálfleiks. "Það breytti miklu. Hann tekur mikið til sín og þegar hann fór út af opnaðist meira pláss fyrir okkur inni í teignum," sagði Logi að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - KRTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira