Fullnæging 16 ára stúlku olli uppnámi í jólaboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 21:15 FM95BLÖ bræður eru hugmyndasmiðir Skells. Vísir „Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið. Borðspil Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið.
Borðspil Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“