Peugeot Citroën íhugar endurkomu til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 09:14 Citroën DS 3. Þrátt fyrir að franskir bílasmiðir hafi verið þeir fyrstu sem seldu innflutta bíla í Bandaríkjunum þá selur enginn franskur bílasmiður nú bíla þar. Citroën hætti árið 1974 og Peugeot og Renault hættu á níunda áratug síðustu aldar. Nú, þegar betur er farið að ganga hjá PSA Peugeot Citroën eru uppi áform um að hefja aftur sölu bíla þeirra vestanhafs. Fyrirtækið er farið að sýna hagnað og til stendur þann 5. apríl að tilkynna um útþenslustefnu fyrirtækisins og heyrst hefur að hún muni einnig felast í sölu bíla í Íran, en þar eru 80 milljónir íbúa. Peugeot Citroën mun líklega hefja innrásina í Bandaríkjunum með DS lúxusbílum sínum. Ef sú markaðssetning gengur vel er líklegt að Peugeot Citroën hefji sölu fleiri bílgerða sinna þar. Það verður þó vafalaust kostnaðarsamt að setja upp nýtt sölunet í Bandaríkjunum, en fyrirtækið telur það þess virði og telur það hamla vexti þess að vera ekki á þessum stóra bílamarkaði sem gengur svo vel um þessar mundir. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Þrátt fyrir að franskir bílasmiðir hafi verið þeir fyrstu sem seldu innflutta bíla í Bandaríkjunum þá selur enginn franskur bílasmiður nú bíla þar. Citroën hætti árið 1974 og Peugeot og Renault hættu á níunda áratug síðustu aldar. Nú, þegar betur er farið að ganga hjá PSA Peugeot Citroën eru uppi áform um að hefja aftur sölu bíla þeirra vestanhafs. Fyrirtækið er farið að sýna hagnað og til stendur þann 5. apríl að tilkynna um útþenslustefnu fyrirtækisins og heyrst hefur að hún muni einnig felast í sölu bíla í Íran, en þar eru 80 milljónir íbúa. Peugeot Citroën mun líklega hefja innrásina í Bandaríkjunum með DS lúxusbílum sínum. Ef sú markaðssetning gengur vel er líklegt að Peugeot Citroën hefji sölu fleiri bílgerða sinna þar. Það verður þó vafalaust kostnaðarsamt að setja upp nýtt sölunet í Bandaríkjunum, en fyrirtækið telur það þess virði og telur það hamla vexti þess að vera ekki á þessum stóra bílamarkaði sem gengur svo vel um þessar mundir.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent