Nýi Toyota C-HR hýfður upp á Petersen svítuna Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 15:53 Fólk hélt niðrí sér andanum þegar nýr C-HR frá Toyota var hífður upp á þaksvalir Petersen svítunnar í gærkveldi. Bíllinn mun þó ekki stoppa lengi við á þakinu en hann verður heiðursgestur á sérstakri forsýningu sem verður haldin annað kvöld á bílnum fyrir boðsgesti Toyota. Það var stór kranabíll sem notaður var til verksins og sjá má hvernig þetta var gert í meðfylgjandi myndskeiði. Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og sýndi Toyota bílinn í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum, en nú er hann kominn til Íslands. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. Toyota C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Fólk hélt niðrí sér andanum þegar nýr C-HR frá Toyota var hífður upp á þaksvalir Petersen svítunnar í gærkveldi. Bíllinn mun þó ekki stoppa lengi við á þakinu en hann verður heiðursgestur á sérstakri forsýningu sem verður haldin annað kvöld á bílnum fyrir boðsgesti Toyota. Það var stór kranabíll sem notaður var til verksins og sjá má hvernig þetta var gert í meðfylgjandi myndskeiði. Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og sýndi Toyota bílinn í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum, en nú er hann kominn til Íslands. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. Toyota C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent