Katrín Edda dró sig niður alla daga: "Fannst ég alltaf heimskari en allir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 10:30 Katrín Edda er 27 ára verkfræðingur í Þýskalandi. „Ég hugsaði um daginn hvað hvert skref og hver ákvörðun sem tekin er í lífinu getur breytt öllu eða leitt hlutina á mismunandi vegu. Og hvernig persónuleiki og hugarfar getur breyst gjörsamlega,“ svona hefst pistill sem Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifar á Facebook. Hún er 27 ára, fædd árið 1989, og búsett í Stuttgart í Þýskalandi þar sem hún starfar sem verkfræðingur hjá risafyrirtækinu Bosch. Katrín segist aldrei hafa verið sjálfsörugg þegar kom að námi, vinnu, íþróttum, fitness-keppnum né nokkru öðru. „Ég er opin, jú, en ég titra enn ef ég þarf að tala fyrir framan aðra og stóð mig að viljandi niðurrifi alla daga. Sá það sem jákvætt til þess að koma í veg fyrir að vera „hrokafullt egósískt fífl. Draumavinnan var bara að sitja við skrifborð, reikna dæmi og vera látin í friði allan daginn.“ Katrín segist hafa farið á náttúrufræðibraut á sínum tíma og bara af því að einhver sagði við hana að hún væri góð í stærðfræði.Það er oft fjör hjá þessari flottu konu.„Ég hélt ég gæti ekkert þar. Ég fór í Verzló því Berglind [vinkona hennar] fór þangað og ég var með góðar einkunnir og þ.a.l. átti að fara í skóla með kröfur. Ég fór í verkfræði því þá hefði maður marga möguleika eftir námið. Hélt aldrei ég gæti klárað. Hafði ekki hugmynd um hvað verkfræðingar gera. Ég kláraði. En fannst ég alltaf heimskari en allir.“ Hún segist hafa byrjað að vinna þrettán ára gömul í Bónus og fljótlega á öðrum veitingarstöðum samhliða vinnunni í Bónus. „Ekki má gleyma Pókerklúbbnum Casa þar sem ég gaf spil allar nætur og fór beint að vinna í Heilsuhúsinu eða Kattholti. Aldrei færri en 3 vinnur í gegnum allt námið. Ég vildi sjálf vera fjárhagslega sjálfstæð. Mamma var það alltaf og kenndi mér það sama.“ Katrín Edda segist hafa farið í mastersnám til Þýskalands því þar séu betra nám að finna en hér á landi. „Var í sambandi með strák sem var sko ekki hræddur við breytingar eins og ég. Ég hefði aldrei farið ein. Fannst ég alltaf heimskari en allir. En loksins fannst mér þó námið áhugavert og skemmtilegt. Óeðlileg vísindagáfa föður míns kveikti þennan loga að sjálfsögðu í mér á unga aldri, hann kenndi mér að diffra áður en ég lærði margföldun.Svo gerðist eitthvað. Það var skylda að gera verknám í náminu mínu og gerði ég það í Bosch í framleiðslu sem kom náminu mínu í orkuverkfræði (um flugvélahreyfla aðallega) þó varla neitt við. Ég valdi bara eitthvað. En guði sé lof að ég gerði það þó.“ Katrín starfar hjá Bosch.Hún segist hafa dregið sig niður alla daga. „Mér fannst ég gera allt rangt. Ég kunni ekki þýsku, vildi ekki tala hana af ótta við að ég talaði vitlaust en enginn vildi tala ensku. Ég neyddist til að babla á þýsku og hægt og hægt kom það. Leiðbeinandinn minn sagði „geturðu breytt um lit á skúffunum?“ og ég eyddi deginum í að vera stressuð um hvort hann vildi það rautt eða gult þó leiðbeinandanum væri nákvæmlega sama, hann vildi bara annan lit og fór að kenna mér að taka bara ákvarðanir, vera örugg! Þarna fór ég að læra að það þýðir ekkert að draga sjálfa sig niður. Mistök eru mannleg, það eru 99% líkur á að það hafi EKKI slæmar afleiðingar. (fyrir utan þegar ég pantaði óvart 300 kassa af ákveðnum snúrum en ekki 300 stykki snúrur sem væri einn kassi en jafnvel það var ekkert til mál, ég veit betur næst.“ Verkfræðingurinn talar um að á sex mánuðum hafi hugur hennar breyst. „Í ræktinni eftir vinnuna breyttust umræður okkar Erlu [vinkona hennar] úr „Shit ég er svo heimsk, ég get ekkert, ég skil ekkert.“ yfir í „Heyrðu við erum í rafmagnsverkfræði og vélaverkfræði í einum topp háskólum Þýskalands, ef við komumst svona langt hljótum við nú að vera sæmilegar og geta klárað þetta líka. Með þessu hugarfari komst ég í gegnum verknámið og prófin og álagið. Með þessu hugarfari gerði ég umsóknina mína fyrir framtíðarstöðu í Bosch, stöðu sem ég hélt gæti passað, eða a.m.k sagði leiðbeinandinn það. Mér fannst ég ekkert kunna en var staðföst í því að ef það er eitthvað sem ég ekki kann, þá læri ég það. Því ég get allt. Með þessu hugarfari fór ég í viðtalið. Og fékk vinnuna.“ Katrín er á leiðinni til Íslands.Breytt hugafar kom henni áfram Hún segir að með þessu hugafari hafi hún farið í gegnum næstu tuttugu mánuði í vinnunni með stakri prýði og fengið mikið hrós. Núna er framundan stærra verkefni hjá Katrínu Eddu. „Nú í seinustu viku bað yfirmaður minn mig um að verða coordinator fyrir þróun forrits sem við munum vinna með í framtíðinni. Indverjar eru sem stendur að forrita hugbúnaðinn og kóðann en einhver í Þýskalandi þarf að sjá um hvað á að fara þangað inn eða sjá um breytingarnar bara sjálfur. Það verður ég. Það þýðir, nýjar kröfur, nýjar hindranir, eitthvað sem ég hataði fyrir örfáum árum en nú er ég yfir mig spennt fyrir. Mig langaði bara að segja að sjálfsöryggi er ekki endilega meðfætt. Hentu þér í djúpu laugina og reyndu svo að synda. Það gefur langbestu niðurstöðuna.“ Katrín Edda er mjög vinsæll Snapchattari og hefur hún mörg hundruð fylgjendur. Hægt er fylgjast með henni á Katrinedda1 en um 10.000 manns fylgja henni á miðlinum. Núna er hún á leiðinni til Íslands í tvær vikur og svo heldur hún til Indlands til að kynnast indverskum forriturum. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég hugsaði um daginn hvað hvert skref og hver ákvörðun sem tekin er í lífinu getur breytt öllu eða leitt hlutina á mismunandi vegu. Og hvernig persónuleiki og hugarfar getur breyst gjörsamlega,“ svona hefst pistill sem Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifar á Facebook. Hún er 27 ára, fædd árið 1989, og búsett í Stuttgart í Þýskalandi þar sem hún starfar sem verkfræðingur hjá risafyrirtækinu Bosch. Katrín segist aldrei hafa verið sjálfsörugg þegar kom að námi, vinnu, íþróttum, fitness-keppnum né nokkru öðru. „Ég er opin, jú, en ég titra enn ef ég þarf að tala fyrir framan aðra og stóð mig að viljandi niðurrifi alla daga. Sá það sem jákvætt til þess að koma í veg fyrir að vera „hrokafullt egósískt fífl. Draumavinnan var bara að sitja við skrifborð, reikna dæmi og vera látin í friði allan daginn.“ Katrín segist hafa farið á náttúrufræðibraut á sínum tíma og bara af því að einhver sagði við hana að hún væri góð í stærðfræði.Það er oft fjör hjá þessari flottu konu.„Ég hélt ég gæti ekkert þar. Ég fór í Verzló því Berglind [vinkona hennar] fór þangað og ég var með góðar einkunnir og þ.a.l. átti að fara í skóla með kröfur. Ég fór í verkfræði því þá hefði maður marga möguleika eftir námið. Hélt aldrei ég gæti klárað. Hafði ekki hugmynd um hvað verkfræðingar gera. Ég kláraði. En fannst ég alltaf heimskari en allir.“ Hún segist hafa byrjað að vinna þrettán ára gömul í Bónus og fljótlega á öðrum veitingarstöðum samhliða vinnunni í Bónus. „Ekki má gleyma Pókerklúbbnum Casa þar sem ég gaf spil allar nætur og fór beint að vinna í Heilsuhúsinu eða Kattholti. Aldrei færri en 3 vinnur í gegnum allt námið. Ég vildi sjálf vera fjárhagslega sjálfstæð. Mamma var það alltaf og kenndi mér það sama.“ Katrín Edda segist hafa farið í mastersnám til Þýskalands því þar séu betra nám að finna en hér á landi. „Var í sambandi með strák sem var sko ekki hræddur við breytingar eins og ég. Ég hefði aldrei farið ein. Fannst ég alltaf heimskari en allir. En loksins fannst mér þó námið áhugavert og skemmtilegt. Óeðlileg vísindagáfa föður míns kveikti þennan loga að sjálfsögðu í mér á unga aldri, hann kenndi mér að diffra áður en ég lærði margföldun.Svo gerðist eitthvað. Það var skylda að gera verknám í náminu mínu og gerði ég það í Bosch í framleiðslu sem kom náminu mínu í orkuverkfræði (um flugvélahreyfla aðallega) þó varla neitt við. Ég valdi bara eitthvað. En guði sé lof að ég gerði það þó.“ Katrín starfar hjá Bosch.Hún segist hafa dregið sig niður alla daga. „Mér fannst ég gera allt rangt. Ég kunni ekki þýsku, vildi ekki tala hana af ótta við að ég talaði vitlaust en enginn vildi tala ensku. Ég neyddist til að babla á þýsku og hægt og hægt kom það. Leiðbeinandinn minn sagði „geturðu breytt um lit á skúffunum?“ og ég eyddi deginum í að vera stressuð um hvort hann vildi það rautt eða gult þó leiðbeinandanum væri nákvæmlega sama, hann vildi bara annan lit og fór að kenna mér að taka bara ákvarðanir, vera örugg! Þarna fór ég að læra að það þýðir ekkert að draga sjálfa sig niður. Mistök eru mannleg, það eru 99% líkur á að það hafi EKKI slæmar afleiðingar. (fyrir utan þegar ég pantaði óvart 300 kassa af ákveðnum snúrum en ekki 300 stykki snúrur sem væri einn kassi en jafnvel það var ekkert til mál, ég veit betur næst.“ Verkfræðingurinn talar um að á sex mánuðum hafi hugur hennar breyst. „Í ræktinni eftir vinnuna breyttust umræður okkar Erlu [vinkona hennar] úr „Shit ég er svo heimsk, ég get ekkert, ég skil ekkert.“ yfir í „Heyrðu við erum í rafmagnsverkfræði og vélaverkfræði í einum topp háskólum Þýskalands, ef við komumst svona langt hljótum við nú að vera sæmilegar og geta klárað þetta líka. Með þessu hugarfari komst ég í gegnum verknámið og prófin og álagið. Með þessu hugarfari gerði ég umsóknina mína fyrir framtíðarstöðu í Bosch, stöðu sem ég hélt gæti passað, eða a.m.k sagði leiðbeinandinn það. Mér fannst ég ekkert kunna en var staðföst í því að ef það er eitthvað sem ég ekki kann, þá læri ég það. Því ég get allt. Með þessu hugarfari fór ég í viðtalið. Og fékk vinnuna.“ Katrín er á leiðinni til Íslands.Breytt hugafar kom henni áfram Hún segir að með þessu hugafari hafi hún farið í gegnum næstu tuttugu mánuði í vinnunni með stakri prýði og fengið mikið hrós. Núna er framundan stærra verkefni hjá Katrínu Eddu. „Nú í seinustu viku bað yfirmaður minn mig um að verða coordinator fyrir þróun forrits sem við munum vinna með í framtíðinni. Indverjar eru sem stendur að forrita hugbúnaðinn og kóðann en einhver í Þýskalandi þarf að sjá um hvað á að fara þangað inn eða sjá um breytingarnar bara sjálfur. Það verður ég. Það þýðir, nýjar kröfur, nýjar hindranir, eitthvað sem ég hataði fyrir örfáum árum en nú er ég yfir mig spennt fyrir. Mig langaði bara að segja að sjálfsöryggi er ekki endilega meðfætt. Hentu þér í djúpu laugina og reyndu svo að synda. Það gefur langbestu niðurstöðuna.“ Katrín Edda er mjög vinsæll Snapchattari og hefur hún mörg hundruð fylgjendur. Hægt er fylgjast með henni á Katrinedda1 en um 10.000 manns fylgja henni á miðlinum. Núna er hún á leiðinni til Íslands í tvær vikur og svo heldur hún til Indlands til að kynnast indverskum forriturum.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira