Innlent

Sauðárkrókur fær ekki jólatré

Sveinn Arnarsson skrifar
Sauðárkrókur í sumarbúning.
Sauðárkrókur í sumarbúning. Vísir/GVA
Kongsberg, vinabær sveitarfélagsins Skagafjarðar í Noregi, hefur ákveðið að senda ekki jólatré til Skagafjarðar frá og með árinu 2017.

Jólatréð sem Skagfirðingar tendra þessi jólin verður því það síðasta sem kemur hingað til lands frá Kongsberg.

Bæjarráð Skagafjarðar fundaði um málið þann 17. nóvember síðastliðinn. Þakkaði ráðið Kongsberg fyrir þann hlýhug sem sýndur hefur verið í áratugi með því að senda jólatré að gjöf til íbúanna. Ljóst verður að Skagfirðingar þurfa að sækja sér jólatré annað á næsta ári.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×