Innlent

Atvinnulaus Reykvíkingur vann 23 milljónir í Víkingalottói

Birgir Olgeirsson skrifar
Miðahafinn ætlar að nýta milljónirnar í draumanám.
Miðahafinn ætlar að nýta milljónirnar í draumanám. Vísir/Vilhelm
Tvítugur Reykvíkingur vann 23 milljónir í Víkingalottóinu síðastliðinn miðvikudag. Miðann keypti hann á Olís á Kjalarnesi síðastliðið þriðjudagskvöld þegar hann kom þar við til að kaupa pylsu og kók. Afgreiðslukonan spurði hvort hann vildi ekki miða í Víkingalottói sem hann þáði, tók eina röð með átta tölum.

Var Reykvíkingurinn atvinnulaus og mun vinningurinn gera honum kleift að hefja draumanám sem kostar nokkrar milljónir.

Sjá tilkynningu Íslenskrar getspár hér fyrir neðan:

Hingað til Getspár kom lukkulegur tvítugur Reykvíkingur í morgun með vinningsmiðann góða frá því í Víkingalottóinu á miðvikudag en hann var með allar aðaltölurnar réttar og vann þar með 1. vinning sem hann deildi með Finna, Norðmanni og Litháa. Vinningshafinn fór í Olís Kjalarnesi á þriðjudagskvöldið til að fá sér pylsu og kók og afgreiðslukonan spurði hvort hann vildi ekki taka Víkingalottómiða með í leiðinni. Hún sagði jafnframt að maður ynni ekki nema með og það væri nóg að vera bara með eina röð.

Hinn heppni ungi Reykvíkingur ákvað þá að taka eina röð en hafa hana með 8 tölum sem er kerfisseðill og margfaldar því vinningsmöguleikana. Þegar vinningshafinn kom til Getspár í morgun visssi hann því ekki að hann hafði ekki „bara“ unnið 23.377.860 skattfrjálsar milljónir heldur einnig tæplega 300 þúsund krónur í viðbót því hann fékk í viðbót 12 sinnum vinningsupphæðina fyrir fimm rétta eða 256.200 krónur og einnig fékk hann vinningsupphæðina fyrir fjórar réttar fimmtánfalda eða 48.600 svo vinningurinn hækkaði því um 304.800 með því að hafa unnið á 8 talna kerfisseðil og var því heildarvinningurinn 23.682.660 kr.

Vinningshafinn er atvinnulaus og gerir þessi vinningur honum kleift að hefja nám eftir áramót þar sem draumanámið hans kostar nokkrar milljónir. Starfsfólk Getspár óskar þessum unga vinningshafa innilega til hamingju með vinninginn og óskar honum velfarnaðar í námi og starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×